Fara í efni

VAKINN - Fræðsla og aðstoð við innleiðingu boðin í fjarfundi

Vakinn lógó
Vakinn lógó

Nýsköpunarmiðstöð Íslands aðstoðar ferðaþjónustuaðila við innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.

Tveir fundir í apríl
Fræðslufundur um fyrstu skrefin er boðinn á netinu og  nú í apríl verða tveir fundir. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig og fá síðan senda slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn.

Fyrsti fræðslufundur er mánudaginn 23. apríl kl. 13:00 – 14:00 og endurtekinn föstudaginn 27. apríl á sama tíma.

Skráning á fundina
Þátttakendur sendi skráningu með tölvupósti á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefið upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer og tilgreinið hvorn fundinn þið hyggist nýta ykkur.
Frestur til skráningar á mánudagsfundinn er til miðnættist 22. apríl og föstudagsfundinn til miðnættis 26. apríl.

Hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns, bætt verður við fundum eftir þörfum.

Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491.

Nánar um VAKANN á www.vakinn.is