Fara í efni

Nýr ferðavefur mbl.is

skalanes2
skalanes2

Morgunblaðið hefur opnað nýjan vef á mbl.is sem helgaður er ferðalögum og ferðamennsku. Í byrjun er einkum horft til upplýsinga um ferðalög innanlands en vefurinn er annars hugsaður sem alhliða upplýsingavefur fyrir ferðamenn.

Meðal efnis eru fréttir tengdar ferðaþjónustu, viðburðadagatal, upplýsingar um áhugaverða staði, gagnlegir tenglar fyrir hvern landshluta og myndasyrpur. Þá stefndur nú yfir samkepnni um bestu ferðasöguna og eru veglegir ferðavinningar í boði. Keppnin stendur til 31. ágúst og verður kynnt í byrjun september. Ferðavefur mbl.is er á slóðinni mbl.is/ferdalog