Fara í efni

Skráning á World Travel Market 2009

WTN lógó
WTN lógó

Líkt og undanfarin ár tekur Ferðamálastofa þátt í World Travel Market ferðasýningunni í London. Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að fá aðstöðu í bás Íslands gegn föstu gjaldi og nú er komið hér inn á vefinn skráningarblað fyrir sýninguna.

World Travel Market er ein stærsta ferðasýning í heimi og haldin árlega. Að þessu sinni fer hún fram dagana 9.-12. nóvember og er í ExCel sýningarhöllinni í London líkt og undanfarin ár. Sýningin er opin 4 daga fyrir ferðaþjónustuaðila (trade) en af þeim eru 2 síðustu dagarnir einnig fyrir almenning, þá sérstaklega síðasti dagurinn. Ferðamálastofa sér um að útbúa básinn og skapa mönnum aðstöðu til að hitta viðskiptavini sína en síðan er undir hverjum og einum komið að nýta tækifærið sem best.

Skráningu lýkur 30. júní
Hér fyrir neðan er tengill á eyðublað til skráningar í íslenska sýningarbásinn á World Travel Market 2009 en vakin er athygli á því að skráningu lýkur 30. júní næstkomandi. Einnig er tengill á heimasíðu sýningarinnar.

Nánari upplýsingar um sýningar í Bretlandi veitir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi,  siggagroa@icetourist.is Sími: 535 5500