Fara í efni

Ísland í morgunsjónvarpi Breta alla vikuna

GMTV vídeó
GMTV vídeó

Stuttir þættir um Ísland eru nú sýndir í vinsælasta morgunsjónvarpi Breta alla vikuna. Um er að ræða GMTV en um 5 milljónir manns horfa á stöðina á hverjum morgni.

Efnistök stöðvarinnar eru létt og skemmtileg og í hverri viku er ákveðið málefni tekið fyrir. Að þessu sinni er þema vikunnar ?Heilsa og hjartasjúkdómar?. Ákveðið var að koma til Íslands vegna þess, eins og fram kemur í myndunum, góða árangurs sem hér hefur náðst í baráttunni gegn hjartasjúkdómum, með fyrirbyggjandi aðgerðum og heilbrigðu líferni. Sjónvarpsstöðin leitaði til Ferðamálastofu sem greiddi götu hennar með ýmsum hætti, enda þurfti verkefnið að vinnast hratt og vel.

?Ég er mjög ánægð með útkomuna. Umfjöllunin er öll mjög jákvæð í garð lands og þjóðar og lögð áhersla á heilbrigðan lífsstíl og lifnaðarhætti sem sagðir eru einkenna íslenskt samfélag,? segir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi fyrir Bretlandsmarkað. Koma GMTV hingað til lands er eitt dæmi af fjölmörgum þar sem Ferðamálastofa kemur að heimsóknum fjölmiðlafólks hingað til lands. Þannig komu um 800 blaðamenn hingað til lands í fyrra fyrir forgöngu eða með aðstoð Ferðamálastofu.

Hér að neðan er slóð á umfjöllun GMTV um Ísland
www.gm.tv/videos/minute-tv/35580-healthy-iceland.html