Fara í efni

Tillaga til þingsályktunar um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu

Herðubreið
Herðubreið

Ellefu þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu. Verði henni lokið fyrir árið 2015.

Orðrétt segir ?Alþingi ályktar að fela iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að hafa forgöngu um að gerð verði landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því.?

Í greinagerð með tillögunni kemur fram að þingsályktunartillagan feli í sér að unnin verði landnýtingaráætlun fyrir ferðamennsku á miðhálendi Íslands undir forustu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra. Við vinnslu áætlunarinnar skal hafa samráð við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Ferðamálastofu, Ferðamálaráð, Ferðamálasamtök Íslands, aðra hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni eftir því sem við á, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samvinnunefnd um skipulag miðhálendisins og Skipulagsstofnun. Einnig er nauðsynlegt að leita til sérfræðinga, svo sem í ferðamálafræðum, við undirbúning og vinnslu áætlunarinnar.

Flutningsmenn eru Siv Friðleifsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Guðmundur Steingrímsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Illugi Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Tillagan í heild á vef Alþings