Fara í efni

Skráningarfrestur á ?workshop? í Suður-Evrópu

Umhverfisstyrkir 2008
Umhverfisstyrkir 2008

Í haust gengst Ferðamálastofa, í samstarfi við önnur Norðurlönd, fyrir ?workshops? í þremur löndum Suður-Evrópu, Spáni, Frakklandi og Ítalíu, en öll eru þau mikilvæg viðskiptalönd fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Íslenskum ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt en á viðburðina verður boðið áhugaverðum viðskiptaaðilum úr sameiginlegum gagnabanka Norðurlandanna. Tímasetningin (8.-15. október) er hagstæð fyrir alla þá söluaðila sem vilja fylgja eftir fundum frá Vestnorden eða stofna til nýrra sambanda á þessum mörkuðum.

Byrjað er í Madrid 8. október, næst borið niður í París 13. október og endað á Rimini 15. október. Ferðaþjónustuaðilum býðst að taka þátt á einum stað, tveimur eða öllum þremur. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir 15. júní 2009.

Í meðfylgjandi skjölum eru allar nánari upplýsingar og skráningarblað.

Nánari upplýsingar og skráning (Word)

Nánari upplýsingar og skráning (PDF)