Afgreiðsla umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum

Afgreiðsla umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum
Hveravellir

Alls bárust Ferðamálastofu 213 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári, sem er 40% fjölgun á milli ára. Nú er lokið við að vinna úr umsóknum og hlutu 108 verkefni styrk að þessu sinni.

Til úthlutunar voru um 56 milljónir króna og auk þess var úthlutað hálfri milljón króna til deiliskipulagsvinnu á tveimur stöðum. Umsóknir hljóðuðu upp á samtals tæplega 478 milljónir króna. Styrkir skiptast sem fyrr í þrjá meginflokka, þ.e. minni verkefni, stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum og uppbygging á nýjum svæðum. Sérstök áhersla var lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum. Líkt og fram kom í auglýsingu var við úthlutun m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig var tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nyti þegar fjárstuðnings opinberra aðila.


Athugasemdir