Fara í efni

Undanþágur frá hvíldartímaákvæðum fyrir atvinnubílstjóra

Rúta
Rúta

Fastanefnd EFTA ríkjanna hefur samþykkt fjórar undanþágubeiðnir íslenskra samgönguyfirvalda er varða hvíldartímaákvæði atvinnubílstjóra. Snúast þær um að heimila lengri aksturslotur og að bílstjórnum í hópferðum með ferðamenn megi aka allt að 12 daga í lotu í stað 6 daga.

Forsaga málsins er sú að Kristján L. Möller samgönguráðherra ákvað að taka málið upp í kjölfar óska frá Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og Starfsgreinasambandi Íslands. Óskaði ráðuneytið eftir því 2008 við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að Íslandi yrðu veittar undanþágur frá aksturs- og hvíldartímareglum. Fylgdi samgönguráðherra málinu eftir með heimsókn til Brussel. Nánar á vef samgönguráðuneytisins