Fara í efni

Fækkun ferðamanna í febrúar

Jöklaklifur
Jöklaklifur
Í talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð er hægt að sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni og hvernig hún breytist eftir mánuðum. Alls fóru um 18 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum en í febrúarmánuði árið 2008 voru þeir tvö þúsund fleiri eða um 20 þúsund.  Erlendum gestum fækkar því um 10% milli ára. Frá áramótum hafa því tæplega 40 þúsund erlendir gestir farið frá landinu, 6% færri en árinu áður. Meira en helmingsfækkun er í brottförum Íslendinga í febrúar en í ár fóru um 15 þúsund frá landinu en voru í sama mánuði árinu áður ríflega 32 þúsund.

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða í febrúar má sjá fækkun frá öllum mörkuðum nema N-Ameríku, en gestum þaðan fjölgar um 10%. Einnig má benda á fjölgun Þjóðverja. Af Norðurlandaþjóðum fjölgar einungis Dönum.  Frá áramótum hefur gestum fjölgað verulega frá Þýskalandi (19,4%) og N.-Ameríku (14%) sem sjá má hér í töflunum að neðan. Þar sést nánari skipting gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum.

 

 

Febrúar - eftir þjóðernum        
     

Breyting milli ára

  2008 2009

Fjöldi

(%)
Bandaríkin

1.502

1.756

254 16,9
Kanada

225

151

-74 -32,9
Bretland

5.797

4.881

-916 -15,8
Noregur

1.907

1.746

-161 -8,4
Danmörk

1.762

1.885

123 7,0
Svíþjóð

1.468

1.166

-302 -20,6
Finnland

586

322

-264

-45,1
Þýskaland

1.094

1.212

118 10,8
Holland

655

680

25 3,8
Frakkland

1.074

818

-256

-23,8
Sviss

103

123

20

19,4
Spánn

172

116

-56 -32,6
Ítalía

160

116

-44 -27,5
Pólland

725

536

-189 -26,1
Japan

668

588

-80 -12,0
Kína

133

116

-17 -12,8
Annað

2.281

2.064

-217 -9,5
Samtals 20.312 18.276 -2.036 -10,0
         
         
Febrúar - eftir markaðssv.