Fréttir

Fjöldi ferðamanna í október

Í nýliðnum októbermánuði fór 30.371 erlendur gestur úr landi um Leifsstöð, sem er 7,5% fækkun frá árinu áður.  Fækkunin nemur 2.455 gestum en mest er fækkunin frá fjarmörkuðum eða 26%. Svipaður fjöldi kemur frá Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en lítilsháttar fækkun er frá Bretlandi. Samdráttur í utanferðum Íslendinga er hins vegar minni í október en aðra mánuði ársins, 14,6% færri Íslendingar fóru utan í október ár í samanburði við sama mánuð árið 2008. Alls hafa 426 þúsund gestir farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 330 færri gestir en á sama tímabili í fyrra. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni. Október eftir þjóðernum Janúar-október eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.535 2.946 411 16,2 Bandaríkin 36.745 40.007 3.262 8,9 Bretland 6.377 6.088 -289 -4,5 Bretland 61.472 52.898 -8.574 -13,9 Danmörk 2.909 3.024 115 4,0 Danmörk 36.766 37.336 570 1,6 Finnland 995 1.163 168 16,9 Finnland 9.994 10.919 925 9,3 Frakkland 850 889 39 4,6 Frakkland 24.578 27.334 2.756 11,2 Holland 1.191 1.312 121 10,2 Holland 17.173 17.569 396 2,3 Ítalía 312 275 -37 -11,9 Ítalía 9.741 12.251 2.510 25,8 Japan 455 491 36 7,9 Japan 5.538 6.040 502 9,1 Kanada 967 558 -409 -42,3 Kanada 10.152 10.648 496 4,9 Kína 555 532 -23 -4,1 Kína 5.100 4.839 -261 -5,1 Noregur 3.520 3.480 -40 -1,1 Noregur 31.044 32.915 1.871 6,0 Pólland 1.445 787 -658 -45,5 Pólland 19.632 12.016 -7.616 -38,8 Spánn 457 540 83 18,2 Spánn 10.120 13.375 3.255 32,2 Sviss 214 198 -16 -7,5 Sviss 6.923 8.406 1.483 21,4 Svíþjóð 2.946 2.511 -435 -14,8 Svíþjóð 28.938 28.598 -340 -1,2 Þýskaland 1.865 1.726 -139 -7,5 Þýskaland 42.647 49.852 7.205 16,9 Annað 5.233 3.851 -1.382 -26,4 Annað 69.711 60.941 -8.770 -12,6 Samtals 32.826 30.371 -2.455 -7,5 Samtals 426.274 425.944 -330 -0,1 Október eftir markaðssvæðum Janúar-október eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%) Norðurlönd 10.370 10.178 -192 -1,9 Norðurlönd 106.742 109.768 3.026 3,1 Bretland 6.377 6.088 -289 -4,5 Bretland 61.472 52.898 -8.574 -13,9 Mið-/S-Evrópa 4.889 4.940 51 1,0 Mið-/S-Evrópa 111.182 128.787 17.605 15,8 N-Ameríka 3.502 3.504 2 0,1 N-Ameríka 46.897 50.655 3.758 8,0 Annað 7.688 5.661 -2.027 -26,4 Annað 99.981 83.836 -16.145 -16,1 Samtals 32.826 30.371 -2.455 -7,5 Samtals 426.274 425.944 -330 -0,1                     Ísland 28.987 24.758 -4.229 -14,6 Ísland 374.155 218.891 -155.264 -41,5                                    
Lesa meira

Frumvarp til laga um Íslandsstofu

Frumvarpi til laga um Íslandsstofu var dreift á Alþingi í gær. Markmið laganna er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins, eins og segir í 1. grein frumvarpsins. Í 2. grein er fjallað um hlutverk Íslandsstofu, sem er: a. að vera samstarfsvettvangur fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til þess að efla ímynd og orðspor Íslands, b. að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf í því skyni að greiða fyrir útflutningi á vöru og þjónustu, c.  að laða til landsins erlenda ferðamenn með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi, d. að upplýsa erlenda fjárfesta um kosti Íslands og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um fjárfestingarmál, e. að styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis. Íslandsstofa er stofnuð á grunni Útflutningsráðs Íslands, sem fær með þessu viðameiri verkefni, eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í fyrsta lagi er Íslandsstofu ætlað að setja skýran ramma utan um ímyndar- og kynningarmál Íslands þar sem aðilar í útflutningi, ferðaþjónustu og þekkingariðnaði koma til samstarfs við hið opinbera um að efla og standa vörð um orðspor Íslands erlendis. Í öðru lagi er Íslandsstofu ætlað það hlutverk að laða til landsins erlenda ferðamenn með samræmdri og stefnumiðaðri kynningu á Íslandi sem áfangastað. Hér er um að ræða núverandi markaðs- og kynningarstarf Ferðamálastofu gagnvart erlendum mörkuðum, en rekstur þess mun flytjast í heild yfir til Íslandsstofu. Tekið er fram að breytingin hafi ekki áhrif á núverandi fjárveitingar til þeirra verkefna sem með lögunum munu heyra undir Íslandsstofu, þ.e. fjárveitingar til Útflutningsráðs og til markaðs- og kynningarstarfs Ferðamálastofu. Þá er ekki gert ráð fyrir að hið breytta fyrirkomulag hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Þvert á móti er verið að mæta kröfum um bætt samstarf, skýrari stefnu og aðgerðir til að efla og standa vörð um ímynd og orðspor Íslands með því að hagræða og nýta betur þá fjármuni sem nú er varið til markaðs- og kynningarstarfa erlendis. Af níu manna stjórn Íslandsstofu munu samtök atvinnulífsins tilnefna fimm. Frumvarp um Íslandsstofu í heild sinni  
Lesa meira

Fjölsóttur vinnufundur um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu

Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneytið gengust fyrir fjölsóttum vinnufundi um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu á Hilton Hotel Reykjavík í dag. Þarna mætti breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sérfræðinga tengdum heilbrigðum lífsstíl. Fundargestir skipuðu sér í fimm umræðuhópa og ræddu m.a. gæði í íslenskri heilsuferðaþjónustu, vöruþróun, markaðsmál, samstarfsvettvang og hvar íslensk heilsuferðaþjónusta yrði hgusanlega stödd árið 2014. Fjörugar umræður spunnust um efni fundarins og greinilegt að fjölmörg atriði þarf að fara í saumana á til að þessi ferðaþjónusta geti orðið að söluvænni vöru. Katín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála, hlýddi á niðurstöður hópanna og lýsti sinni sýn á þetta stóra verkefni. Lagði hún áherslu á heilsteypt vörumerki og að þarna væri hugsanlega kominn lykillinn að því að lengja ferðamannatímann. Magnús Orri Schram alþingismaður stýrði fundinum, sem var í boði iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu, en Magnús Orri þekkir vel til starfa á þessum vettvangi. Á fundinum var prófað nýtt hugtak úr smiðju Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, lífsgæðatengd ferðaþjónusta, en nokkur leit hefur staðið yfir að góðu íslensku orði yfir það sem á ensku nefnist wellness. Ákveðið var að fulltrúar þessa stóra hóps myndu koma saman á ný eftir 3 vikur þegar unnið hefur verið úr þeim tillögum sem til urðu á fundinum og fyrir liggur hvað það er sem helst vantar upp á til að lífsgæðaferðaþjónusta verði órfjúfanlegur hluti af atvinnugreininni. Skoða myndir frá fundinum    
Lesa meira

Norræn ferðamálaráðstefna á Akureyri 2010

Árleg norræn ferðamálaráðstefna ?Nordic Symposium in Tourism and Hospitality Research? verður haldin á Akureyri í lok september á næsta ári. Rannsóknamiðstöð ferðamála sér um skipulagningu ráðstefnnar sem verður í nýja ráðstefnu- og menningarhúsinu Hofi. Síðast var ráðstefnan haldin hér á landi árið 2005 en hún er sem fyrr segir haldin árlega og flakkar á milli Norðurlanda, var nú síðast í Esbjerg í Danmörku í lok október. Búist er við fjölda erlendra gesta og fyrirlesara til landsins í tengslum við ráðstefnuna en titill hennar er ?Crative Destionations in a Changing World? Kynning á ráðstefnunni (PDF)  
Lesa meira

27 aðilar tilnefndir til umhverfisverðlauna

Alls bárust 27 tilnefningar til umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2009 en frestur rann út í lok október. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 19. nóvember næstkomandi. Tilgangur verðlaunanna er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau geti með því orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 15. skiptið. Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir að þessu sinni: Brekkulækur í Miðfirði (Arinbjörn Jóhannsson)  Bílaleiga Flugleiða ehf.- Hertz Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd Djúpavogshreppur Drangeyjarferðir (Jón Eiríksson bóndi á Fagranesi) Eldhestar Farfuglaheimilið Ytra Lón á Langanesi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Ferðaþjónustan á Kirkjubóli á Ströndum Garðyrkjustöðin Engi, Laugarási í Biskupstungum  Heydalur í Mjóafirði Hornbjargsviti (Óvissuferðir ehf.) Hrífunes í Skaftártungum Hveragerðisbær Iceland Conservation Volunteers (Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar)  Íslenskir Fjallaleiðsögumenn http://www.fjallaleidsogumenn.isNorðursigling á Húsavík Reykjanesbær (fyrir strandgönguleið)  Reykjanesfólkvangur  Selasetur Íslands á Hvammstanga Sjálfbært Snæfellsnes (Verkefni 5 sveitarfélaga á Snæfellsnesi) Skálanes á Seyðisfirði http://www.skalanes.comSveitarfélagið Skagaströnd Tjaldsvæðið á Tálknafirði Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn Veraldarvinir Vörumerkið Fisherman á Vestfjörðum 
Lesa meira

Nýr fundarstaður vinnufundar um heilsutengda ferðaþjónustu - Hilton Reykjavík Nordica

Vegna góðrar þátttöku á vinnufund um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu á Íslandi verður fundurinn haldinn á HILTON REYKJAVÍK NORDICA, í stað Geirsgötu 9 eins og áður var auglýst. Á fundinum verður m.a. rætt um eftirfarandi atriði og því væri gott ef þátttakendur væru búnir að velta þeim aðeins fyrir sér: Gæði í íslenskri heilsuferðaþjónustuVöruþróunMarkaðsmálSamstarf innan heilsuferðaþjónustuÍslensk heilsuferðaþjónusta árið 2014                      Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 9:00.
Lesa meira

Viðurkenningar á uppskeruhátíð á Norðurlandi

Árleg uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í liðinni viku. Í tengslum við hana voru veittar viðurkenningar til aðila í ferðaþjónustu. Hátíðin, sem haldin var í Mývatnssveit þetta árið, tókst einstaklega vel og mættu á annað hundrað einstaklingar úr ferðaþjónustunni á Norðurlandi á hátíðina. Farið var vítt og breytt um Mývatnssveit og áhugaverðir staðir heimsóttir, m.a. Víti, Krafla, Námaskarð, Fuglasafn Sigurgeirs, Dimmuborgir og Jarðböðin, hátíðarkvöldverður var svo haldinn á Hótel Reynihlíð. Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi veitir viðurkenningarnar til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem valdir eru á hverju ári. Dimmuborgir ehf. fengu viðurkenningu fyrir nýjung í ferðaþjónustunni á svæðinu og Sigrún Jóhannsdóttir í Sel Hótel Mývatni fékk viðurkenningu fyrir áratuga þjónustu við ferðamenn í Mývatnssveit. Þá veittu Ferðamálasamtök Íslands Vatnajökulsþjóðgarði viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu á gestastofu, þ.e. Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis. Myndirnar hér að neðan tók Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Akureyrarstofu, við þetta tilefni. Helga Haraldardóttir, skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneytinu, afhenti Dimmuborgum ehf. viðurkenningu fyrir nýjung í ferðaþjónustunni á svæðinu. Með Helgu á myndinni eru Gunnar Jóhannesson og Anton Freyr Birgisson. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri afhenti Sigrúnu Jóhannsdóttur hjá Sel-Hótel Mývatni viðurkenningu fyrir áratuga þjónustu við ferðamenn í Mývatnssveit. Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, afhenti Helgu Árnadóttur fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs sérstaka viðurkenningu samtakanna fyrir faglega uppbyggingu á gestastofu, þ.e. Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis.        
Lesa meira

Ísland á toppnum hjá Lonely Planet

Ferð til Íslends eru bestu kaupin á næsta ári, að mati Lonely Planet ferðaútgáfunnar. Milljónir manna lesa árlegan ferðabækling útgáfunnar sem nefnist ?Best in travel 2010?. ?Hefur ykkur alltaf langað til að uppgötva þetta dularfulla land? Kanna jöklana og eldfjöllin og velta sér í heitum laugum? Hætt við það vegna verðsins? Árið 2010 er ykkar ár," segir m.a. í bókinn.
Lesa meira

2% fækkun gistinátta á hótelum í september

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 120.500 en voru 122.500 í sama mánuði árið 2008, samkkvæmt tölum hagstofunnar. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 11.200 í 8.600 eða um 23%. Gistinóttum á Austurlandi fækkaði um 6% miðað við september 2008, úr 5.000 í 4.700 og á Norðurlandi fækkaði gistinóttum úr 10.700 í 10.500 eða um tæp 2%. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi úr 12.800 í 13.800 eða um tæp 8% og á Höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur svipaðar samanborið við september 2008 eða um 83.000. Gistinóttum Íslendinga á hótelum í september fækkaði um 8% milli ára, en gistinætur erlendra ríkisborgara eru svipaðar milli ára. Svipaður fjöldi fyrstu níu mánuði ársinsFjöldi gistinátta fyrstu níu mánuði ársins voru 1.100.400 en voru 1.099.600 á sama tímabili árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Norðurlandi um 8% og á Suðurlandi um 5%. Á öllum öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum, mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um 11%. Fyrstu níu mánuði ársins fækkar gistinóttum Íslendinga um 12% á meðan gistinóttum erlendra ríkisborgara fjölgar um rúm 3% miðað við sama tímabil árið 2008. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í október

Tæplega 127 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í októbermánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru 11% færri farþegar en í október 2008. Frá áramótum hafa tæplega 1,5 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir 1,8 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 18,6% fækkun, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan. Líkt og verið hefur aðra mánuði ársins má búast við að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir október og verða þær birtar eftir helgina. Í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur þetta betur í ljós.   Okt.09. YTD Okt.08. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 53,61 632,855 59,571 790,725 -10.01% -19.97% Hingað: 52,978 633,498 61,479 797,407 -13.83% -20.56% Áfram: 3,225 40,878 5,397 32,013 -40.24% 27.69% Skipti. 17,058 165,278 16,105 188,755 5.92% -12.44%   126,871 1,472,509 142,552 1,808,900 -11.00% -18.60%
Lesa meira