Fara í efni

?Komdu í land? fer vel af stað

Skemmtiferðaskip
Skemmtiferðaskip

Fyrsti vinnufundinum í verkefninu ?Komdu í land? var haldinn á Grundarfirði á dögunum og þótti takast vel. Um er að ræða röð vinnufunda á stöðum sem taka á móti skemmtiferðaskipum og eru meðlimir í Cruise Iceland samtökunum.

Útflutningsráð, Ferðamálastofa og Cruise Iceland samtökin gerðu samkomulag um að Útflutningsráð standi fyrir fræðslu og ráðgjöf á þessum stöðum. Tilgangur vinnunnar er að skoða möguleika á hverjum stað fyrir sig og vinna saman að því hvernig hægt er að byggja upp aukna þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og áhafnarmeðlimi sem ekki eru að fara í skipulagðar ferðir. Þetta verður ekki gert nema í sameinuðu átaki aðila og hefur því Útflutningsráð mikinn áhuga á ganga til liðs við sveitarfélög sem og atvinnuþróunarfélög/markaðsstofur í viðkomandi hafnarbæjum með það í huga að þeir taki fullan þátt í undirbúningi og vinnufundum og fylgi verkefninu síðan eftir t.d. með þátttöku í ráðgjöf og verkefnisstjórn.

Gjaldi fyrir þátttöku er mjög stillt í hóf eða kr. 15.000,- fyrir þátttakanda. Vinnufundurinn byggist upp á tveggja daga þátttöku opinberra aðila sem koma að þjónustu við ferðamenn og allra þeirra sem hafa þjónustu að bjóða í viðkomandi hafnarbæ.

Dagsetningar næstu funda
3 ? 4 feb 2009: Akureyri
5-6 feb 2009: Húsavík
12 ? 13 feb 2009 Ísafjörður
23 -24 feb 2009: Seyðisfjörður
25 ? 26 feb 2009: Djúpavogur ? Höfn í Hornarfirði (verður haldið á Djúpavogi)
5 ? 6 Mars 2009: Vestmannaeyjar
26 ? 27 Mars 2009: Fjarðarbyggð
2 ? 3 Apríl 2009: Hafnarfjörður