Fara í efni

Viðskiptasendinefnd til Japans

Tokyo
Tokyo

Útflutningsráð og Ferðamálastofa gangast fyrir Íslandskynningu í Tokyo þriðjudaginn 3. mars í samvinnu við sendiráð Íslands í Tokyo og JATA ? Japan Association of Travel Agents. Er kynningin hluti af viðskiptasendinefnd sem verður með  sérstaka áherslu á orkumál, ferðamál og fjárfestingar. Auk þessarar kynningar verður haldinn vinnufundur með ferðaskrifstofum sem áhuga hafa á Íslandi sem áfangastað. Einnig stendur til boða aðstoð við skipulagningu beinna fyrirtækjafunda eftir óskum þátttakenda.

Tímasetning ferðar: Mánudagur 2. mars 2009 ? fimmtudagur 5. mars 2009

Áhugasamir hafi samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@icetrade.is og í síma 511 4000 fyrir 29. janúar.