Fara í efni

Erlendir gestir yfir hálfa milljón í fyrsta sinn

Alls fóru 502 þúsund erlendir gestir frá landinu á árinu 2008 en 2007 voru þeir 485 þúsund talsins.  Aukningin er um 17 þúsund eða 3,5%. Langflestir eða um 94,1% fóru um Leifsstöð, 2,9% um  Reykjavíkur-, Akureyrar eða Egilsstaðaflugvöll og 2,9% með Norrænu um Seyðisfjörð.

Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir gestir fara yfir hálfa milljón á einu ári. Farþegar skemmtiferðaskipa eru ekki inn í þessum tölum og koma því til viðbótar.

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru 472.500 erlendir gestir frá landinu um flugvöllinn á árinu 2008, sem er aukning um 13.500 gesti eða 2,9% frá árinu áður. Allar brottfarir erlendra gesta um Leifsstöð eru inni í þessum talningum, þ.m.t.brottfarir erlends vinnuafl.

Þróun á mörkuðum
Nokkur fjölgun var frá Mið-Evrópu á árinu 2008 í samanburði við fyrra ár, Hollendingum fjölgaði um 30,4%, Frökkum um 15% og Þjóðverjum um 11%.  Fjöldi Norðurlandabúa stóð í stað. Spánverjum fjölgaði um 10% og eru nú í fyrsta sinn fjölmennari en Ítalir sem fækkaði um tæp 4%. Bretum fækkaði um tæp 5% og Bandaríkjamönnum um 23%. Kanadabúum fjölgaði hins vegar um 68% á árinu.  Brottförum annarra landa Evrópu og fjarmarkaða fjölgaði um 11%.

Brottförum Íslendinga milli ára (2007-2008) fækkaði um 10%, mest munar um fækkun síðustu þrjá mánuði, ársins, október til desember, en þá fækkaði brottförum um helming, fóru úr 113 þúsundum í 61 þúsund.

Horfur 2009
Þó svo samkeppni fari harðnandi í ferðaþjónustu á alþjóðavísu má gera ráð fyrir aukningu í komum erlendra gesta til Íslands á árinu 2009. Ótryggt efnahagsástand á ferðamörkuðum og margir óvissuþættir gera það að verkum að menn verða þó stöðugt að vera á varðbergi. Íslensku flugfélögin hafa lagað sig að breyttum aðstæðum, minnkað sætaframboð í kjölfar mikils samdráttar í utanferðum Íslendinga og aukið markaðssókn á erlendum mörkuðum. Staða bókana næstu mánuðina bendir til nokkurrar aukningar í gestafjölda og þar með viðunandi ferðaárs fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Hér að neðan má sjá fjölda gesta skipt eftir markaðssvæðum, þjóðerni og mánuðum. Heildarniðurstöður úr talningunum eru undir liðnum "Talnaefni" hér á vefnum.

Brottfarir um Leifsstöð eftir þjóðerni 2008/2007

 

2007

2008

Fjölgun/fækkun
milli ára (%)

Bandaríkin

51.909

40.491

-22,0

Bretland

73.391

69.936

-4,7

Danmörk

41.392

41.012

-0,9

Finnland

9.875

10.792

9,3

Frakkland

22.671

26.161

15,4

Holland

14.405

18.756

30,2

Ítalía

10.475

10.113

-3,5

Japan

6.096

6.716

10,2

Kanada

6.296

10.568

67,9

Noregur

34.779

35.121

1,0

Spánn

9.455

10.438

10,4

Sviss

6.911

7.134

3,2

Svíþjóð

33.356

32.255

-3,3

Þýskaland

40.556

45.111

11,2

Önnur lönd

97.432

107.931

10,8

Samtals

458.999

472.535

2,9

 

 

 

 

Ísland

451.900

406.587

-10,0

 

 

 

 

Brottfarir um Leifsstöð eftir markaðssvæðum 2008/2007

 

2007

2008

Fjölgun/fækkun
milli ára (%)

N.-Ameríka

58.205

51.059

-12,3

Bretland

73.391

69.936

-4,7

Norðurlönd

119.402

119.180

0,2

Evrópa

104.473

117.713

12,7

Annað

103.528

114.647

10,7

Samtals

458.999

472.535

2,9

 

 

 

 

Heimild: Ferðamálastofa. Brottfarir í Leifsstöð. 

 

<TD class=xl74 sty

Brottfarir um Leifsstöð eftir mánuðum2008/2007
       
Erlendir gestir     
  2007 2008

Fjölgun/fækkun
milli ára (%)

Janúar 18.810 20.289 7,9
Febrúar 17.647 20.312 15,1
Mars 23.700