Fara í efni

Nýr vefur fyrir Vesturland

Vesturlandsvefur
Vesturlandsvefur

Opnaður hefur verið nýr ferðaþjónustuvefur fyrir Vesturland. Á næstu mánuðum verða síðan opnaðir vefir fyrir aðra landshluta með sama sniði en verkefnið fór af stað að frumkvæði Ferðamálasamtaka Íslands.

Samstarf við Ferðamálastofu
Með verkefninu er einnig stigið skerf í átt til aukinnar samvinnu Ferðamálastofu og landshlutanna þar sem upplýsingar um ferðaþjónustuaðila á vefjunum koma úr gagnagrunni Ferðamálastofu. Þannig er upplýsingum einungis viðhaldið á einum stað, hjá Ferðamálastofu, í stað þess að hver og einn sé að safna og halda utan um upplýsingar á sínu svæði og síðan Ferðamálastofa fyrir landið allt. Með þessu sparast verulegir fjármunir. Einnig mun þetta væntanlega leiða til réttari og betri upplýsinga.

Haldið áfram að þróa vefinn
Með þessum vef er að mínu mati stigið stórt skref í átt að kynningarmálum landshlutanna og í raun Íslands alls. Verkið er unnið í náinni samvinnu markaðsstofa landshlutanna, IGM sem vinnur vefina og Ferðamálasamtaka Íslands sem á frumkvæðið að vinnunni og studdi fjárhagslega fyrsta hluta þess. Við munum halda áfram að þróa vefinn en vonandi verða næstu skref að koma á þá gagnvirkum kortagrunni og fleiri þáttum til aukinnar þjónustu fyrir ferðamenn,? segir Jónas Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands.

Slóðin á vefinn er www.westiceland.is