Fara í efni

Fundur um jarðfræðitengda ferðaþjónustu

Hvalsnes
Hvalsnes
Jarðfræðisetrið á Breiðdalsvík, Stofnun Fræðasetra Háskóla Íslands og átaksverkefni Háskólafélags Suðurlands boða fund á Grand Hótel í Reykjavík, fimmtudaginn 5 febrúar. Fundurinn stendur frá kl. 11:30 ? 16:00.
 
Markmið fundarins er að skoða sameiginlega hagsmuni og möguleika á sameiginlegri markaðssetningu í jarðfræðitengdri ferðaþjónustu m.a. með því að vinna að stofnun ?Geopark? á Íslandi.
 
Dagskráin er eftirfarandi:
11:30
Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri ? Ferðaþjónusta á Íslandi
11:40
Rögnvaldur Ólafsson - Ísland á úthafshrygg, samvinna um ferðaþjónustu sem tengist jarðfræði.
11:50
Lovísa Ásbjörnsdóttir - Heimsminjaskrá UNESCO og European Geopark
12:10
Einar E. Á. Sæmundsen ? Heimsminjaskráin, skiptir hún máli?
12:30
Ólafur Örn Péursson í Skálanesi  ? Möguleikar í þjónustu við skólahópa
12:45
Anna María Ragnarsdóttir í Freysnesi ? Uppbygging ferðaþjónustu í tengslum við skólahópa
 
13:00
Hádegismatur í boði Jarðfræðiseturssins á Breiðdalsvík
 
14:00
Umræður/verkefnavinna um eftirfarandi efni:
                Verkefnið - Samstarf í jarðfræði og ferðaþjónustu
Skipulag samstarfsins  og tímaáætlun
Kostnaður og fjármögnun
 
16:00
Fundi lokið

 
Fyrir fundinn eru þátttakendur beðnir að velta fyrir sér sérstöðu síns svæðis í jarðfræðilegu tilliti og jarðfræðitengdri ferðaþjónustu.
 
Skráningar berist til skrifstofa@breiddalur.is fyrir 2. febrúar.