Fara í efni

Kynning þróunarverkefna í menningartengdri ferðaþjónustu

Jarðskjálftasetur
Jarðskjálftasetur

Ferðamálastofa og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru nú að fara af stað með kynningu á nýju þróunarverkefni á vegum iðnaðarráðuneytisins í menningartengdri ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að fjölga arðbærum vörum/þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu á landsbyggðinni, auka þekkingu á sérkennum einstakra svæða og möguleikum á þróun vara og/eða þjónustu því tengt.

Þátttaka í verkefninu er opin fyrirtækjum og hópum fyrirtækja og einstaklinga sem óska eftir að vinna saman. Umsóknareyðublað verður aðgengilegt hér á vefnum innan skamms.

Vinnufundir á næstu dögum
Verkefnið hefur verið kynnt stuttlega á kynningarfundum um starfsemi Ferðamálastofu síðustu daga. Í byrjun júní verður svo efnt til vinnufunda  á nokkrum stöðum um landið.  Tilgangur vinnufunda er að gefa ítarlegar upplýsingar um tilgang verkefnis og skilgreina eftir hverju er verið að leita.  Einnig verður farið yfir möguleg ferli vöruþróunarverkefna á borð við þau sem gætu orðið til í tengslum við þetta verkefni. Staðsetning fundanna og tímasetning verður auglýst innan tíðar.

Nánari lýsingu á verkefninu og markmiðum þess má finna í meðfylgjandi skjali. Þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu (PDF)