Fréttir

Hvað gerir Ferðamálastofa fyrir þig? - Kynningarfundir á sjö stöðum

Ferðamálastofa verður með kynningarfundi á starfsemi stofnunarinnar nú í maí. Yfirskrift fundanna er "Hvað gerir Ferðamálastofa fyrir þig" og í þessari lotu verða sjö staðir heimsóttir. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: 20. maí  Selfoss  kl. 13:00 ? 15:30  Hótel Selfoss  21. maí  Borgarnes  kl. 13:00 ? 15:30  Hótel Hamar 22. maí  Egilsstaðir kl. 13:00 ? 15:30  Hótel Hérað  23. maí  Höfn  kl. 10:00 ? 12:30  Hótel Höfn   27. maí  Akureyri kl. 10:00 ? 12:30  Hótel KEA   27. maí  Varmahlíð   kl. 14:00 ? 16:30  Hótel Varmahlíð 30. maí  Ísafjörður kl.10:00 ? 12:30  Hótel Ísafjörður  Farið verður yfir starfsemi Ferðamálastofu og þjónustu stofnunarinnar við ferðaþjónustuaðila, en auk þess verða kynnt þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu, sem Ferðamálastofa og Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru að hleypa af stokkunum. Fundirnir eru öllum opnir sem áhuga hafa á að kynnast Ferðamálastofu og kynna sér möguleika til uppbyggingar á menningartengdri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Auglýsingar í Íslandsbækling 2009

Undirbúningur er nú hafinn að útgáfu á Íslandsbæklingi Ferðamálastofu 2009. Sem fyrr gefst ferðaþjónustuaðilum kostur á að auglýsa í bæklingnum sem gefinn er út í um 400 þúsund eintökum á 10 tungumálum og dreift víðsvegar um heim. Íslandsbæklingurinn er myndskreyttur landkynningarbæklingur með átta upplýsingasíðum. Hann kemur út árlega, alla jafna í október/ nóvember, og er á 10 tungumálum; ensku, dönsku, sænsku, norsku, finnsku, hollensku, ítölsku, spænsku og frönsku auk sérútgáfu fyrir þýskumælandi lönd, og Norður-Ameríku. Upplagið er um 400 þúsund eintök. Skrifstofur Ferðamálastofu erlendis, sem og ferðaheildsalar í viðkomandi löndum, annast dreifingu bæklingsins, auk þess sem hann er kynntur á ferðasýningum víðsvegar um heim og sendur til íslenskra sendiráða og ræðismanna. Íslandsbæklingurinn er einnig settur inn á landkynningarvefi stofnunarinnar í PDF-útgáfu. Leitað er eftir þátttöku aðila í ferðaþjónustu í kostnaði við gerð bæklingsins.  Í miðju hans er að finna gulu síðurnar.  Þær skiptast í 5 aðalflokka: Travel Facts Transportation Tours Activities Accommodation Undir hverjum aðalflokki eru síðan undirflokkar.  Þar gefst kostur á að fá birt nafn fyrirtækisins, síma- og faxnúmer auk netfangs/heimasíðu, alls 4 línur. Vinsamlegast takið fram undir hvaða aðalflokki/flokkum þið viljið fá skráningu.  Skráningargjald grunnskráningar er 74.000.- 50% afsláttur er veittur af hverri skráningu eftir þá fyrstu. Ef keypt er stærri auglýsing í bæklingnum fæst 1 grunnskráning frí með auglýsingunni.  Upplýsingarnar skulu sendar á skrifstofu Ferðamálastofu, Akureyri fyrir 15. júní 2008. Faxnúmerið er: 464-9991 og eins er hægt að nálgast upplýsingar í gegnum netfangið: upplysingar@icetourist.is Hér má nálgast skráningareyðublað fyrir auglýsingar í Íslandsbækling 2009 (Pdf) Skoða Íslandsbæklinginn 2008 (á visiticeland.com)
Lesa meira

Vestfirðingar luku HH2 námskeiði

Útflutningsráð Íslands hefur frá árinu 2004 haldið námskeið víða um land undir nafninu ?Hagvöxtur á heimaslóð?. Í vetur var boðið upp á framhaldsnámskeið, svokallað HH2, og lauk öðru námskeiði vetrarins nú í vikunni en það var haldið á Vestfjörðum. Markmið HH2 verkefnisins er að auka markaðsvitund þátttakenda með kennslu vinnubragða í markaðssetningu og frágangi vöru á markað. Helstu einkenni og söluvörur svæðisins eru greindar og unnið að þróun hugmynda og vara sem verða til við samstarf ferðaþjónustufyrirtækjanna á svæðinu. Fyrsti vinnufundur hópsins fór fram á Ísafirði í byrjun apríl en sá seinni fór fram á Hólmavík og Hótel Djúpavík nú í vikunni. Fyrirlesarar og ráðgjafar héldu erindi og Halldór Arinbjarnarson, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu, kynnti þar meðal annars starfsemi stofnunarinnar. Í lok námskeiðsins kynntu þátttakendur vöruhugmyndir fyrir aðilum frá Útflutningsráði, Ferðamálastofu og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Ljóst er að um margar og áhugaverðar hugmyndir er að ræða sem munu fara í framkvæmd á næstunni. Mynd: Að loknu námskeiðinu fyrir vestan stilltu þátttakendur sér upp fyrir framan Hótel Djúpavík.
Lesa meira

Gistiskýrslur 2007 komnar út

Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Gistiskýrslur 2007. Í þessu riti eru birtar niðurstöður á  gistináttatalningu fyrir allar tegundir gististaða árið 2007. Heildarfjöldi gistinátta var 2,6 milljónir árið 2007 sem er um 7,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2006 á hótelum og gistiheimilum um 10,9%, 10,6% á farfuglaheimilum og 1,0% á tjaldsvæðum. Fækkun gistinátta var 16,4% á svefnpokagististöðum, 6,8% á heimagististöðum, 6,5% í orlofshúsabyggðum og 3,2% í skálum í óbyggðum. Aukningin var hlutfallslega mest á Vesturlandi og nam 17%. Á Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um 13,7%, á höfuðborgarsvæðinu um 12,4%, á Suðurlandi um 5,2%, á Suðurnesjum um 4% og á Austfjörðum um 1,7%. Fækkun gistinátta á Norðurlandi eystra var um 1,3% og á Norðurlandi vestra um 0,1%. Gistiskýrslur eru aðgengilegar á vefnum
Lesa meira

Umferðarstofa gerir 24 fræðslumyndir um umferðaröryggi

Sjónvarpið, Stöð 2 og Skjár 1 hafa lagt Umferðarstofu lið í baráttunni fyrir bættri umferðarmenningu og fækkun umferðarslysa á Íslandi. Sjónvarpsstöðvarnar munu sýna í dagskrá sinni 24 fræðslumyndir sem Umferðarstofa hefur látið gera. Framleiðsla fræðslumyndanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Myndirnar er hægt að skoða á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is en þær gagnast mjög vel til almennrar umferðarfræðslu. Þá býður Umferðastofa öðrum vefmiðlum sem láta sig umferðaröryggi varða að tengja myndirnar inn á sínar vefsíður. Í myndunum er fjallað um ýmis atriði sem vert er að  rifja upp hvort sem farið er um á  bíl, bifhjóli, eða reiðhjóli. Sem dæmi um efnistök má nefna að fjallað er um þær reglur sem gilda um akstur í hringtorgum, val á akreinum, framúrakstur, bil á milli bíla og ýmis þau atriði sem ökumenn bifhjóla þurfa helst að varast. Fræðslumyndirnar eru frá 30 sek og upp í tæpar tvær mínútur. Umferðarstofa annaðist gerð handrits í samstarfi við fulltrúa ökukennara og félagasamtaka bifhjólamanna en Prófilm sá um framleiðslu. Mynd fyrir erlenda ferðamennNýju myndirnar eru enn sem komið er einungis í íslenskri útgáfu. Umferðarstofa hefur einnig látið gera fræðslumynd á fjórum tungumálum sem hugsuð er fyrir erlenda ferðamenn. Hún er m.a. aðgengileg á landkynningarvefjum Ferðamálastofu.
Lesa meira

Íslenskir veitingastaðir á heimslistum

Hróður íslenskra veitingastaða er stöðugt að aukast og á tveimur virtum listum yfir bestu veitingastaðina 2008 er nöfn fjögurra íslenskra staða að finna. Þetta er annars vegar hjá hinu virta ferðatímariti Condé Nast Traveler og hins vegar Food & Wine Go List 2008. Frá þessu er sagt á vefmiðlinum www.freisting.is Condé Nast Traveler Hot List Tables 2008Aðilar frá Condé Nest heimsóttu yfir 32 lönd og heimsóttu á annað hundrað staða í sinni yfirferð og borðaðar voru nokkur hundruð máltíðir. Á endanum náðu 105 staðir inn á listann sem kallast Condé Nast Traveler Hot List Tables 2008. Sá staður á Íslandi sem hlaut þann heiður að fara á listann er Fiskmarkaðurinn (The Fish Market www.fiskmarkadurinn.is ) eldhúsið leiðir Hrefna Rós Sætran yfirmatreiðslumaður og eigandi. Þetta er í fjórða sinn sem íslenskur staður ratar inn á þennan lista en árið 2001 var Sigga Hall á listanum, Sjávarkjallarinn 2004 og árið 2007 Silfur. Listann er hægt að skoða á www.concierge.com Food & Wine Go List 2008Á Food & Wine Go listanum fyrir árið 2008 eru 4 íslenskir veitingastaðir . Þetta eru:? 3 Frakkar, í flokknum Classic? Domo, í flokknum New ? Einar Ben, í flokknum Classic? Fiskmarkaðurinn, í flokknum New , Hot Bein vefslóð á listann hjá foodandwine.com:
Lesa meira

Fækkun gistinátta í mars

Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 77.500 en voru 88.100 í sama mánuði árið 2007, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gistinóttum fækkaði því um rúm 12% milli ára á landinu öllu og var Norðurland eina landssvæðið þar sem þeim fjölgaði. Mest er fækkunin á Austurlandi (-22%), samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða (-21%) og Suðurlandi (-20%). Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 64.300 í 56.900 eða um tæp 12%. Gistinóttum fjölgaði í mars á Norðurlandi um rúm 16% á milli ára, úr 4.600 í 5.400. Fjölgun gistinátta á hótelum á Norðurlandi í mars má bæði rekja til Íslendinga (16%) og útlendinga (20%). Fækkun gistinátta á öðrum landsvæðum milli ára má bæði rekja til Íslendinga (-15%) og útlendinga (-11%). 3% fjölgun á fyrsta ársfjórðungiGistinætur á hótelum fyrstu þrjá mánuði ársins voru 211.778 en voru 204.755 á sama tímabili árið 2007, sem er 3% fjölgun.  Fjölgun varð á Norðurlandi um rúm 10% og  á höfuðborgarsvæðinu um rúm 9% milli ára. Fækkun varð á öllum öðrum landsvæðum mest  á Austurlandi eða 24%, á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða um rúmlega 18% og á Suðurlandi ríflega 15%.
Lesa meira

Fjölgun farþega á fyrsta ársþriðjungi

Farþegum til og frá landinu sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 4,5% á fyrsta ársþriðjungi 2008 miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Í aprílmánuði var hins vegar nokkur fækkun farþega. Alls fóru 516.0437 farþegar um Keflavíkurflugvöll frá ársbyrjun til loka apríl. Það er 2,26% fjölgun en sé eingöngu horft á farþega á leið til landsins eða frá því þá fjölgaði þeim um 4,5% á fyrsta ársfjórungi sem fyrr segir. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.   Apríl.08. YTD Apríl.07. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 60.640 230.789 69.007 221.753 -12,12% 4,07% Hingað: 62.883 233.055 72.512 221.968 -13,28% 4,99% Áfram: 2.098 9.194 1.685 9.524 24,51% -3,46% Skipti. 11.882 43.005 18.318 51.372 -35,13% -16,29%   137.503 516.043 161.522 504.617 -14,87% 2,26%
Lesa meira

Farfuglaheimilið í Reykjavík í fremstu röð

Alþjóðasamtök farfugla birtu á dögunum niðurstöður sem sýna að Farfuglaheimilið í Reykjavík er að mati gesta eitt af allra bestu farfuglaheimilunum í heimi. Er það í 1.-2. sæti fyrir 3 flokka af 5, en metin eru þjónusta, viðmót, þægindi, hreinlæti og öryggi. ?Fyrst og fremst er þetta viðurkenning til alls teymisins sem leggur sig fram um að reka fyrsta flokks gististað og taka vel á móti gestum en einnig er þetta enn ein staðfesting á því að sú áhersla sem við höfum lagt á að treysta gæða- og umhverfisstjórnunarkerfið okkar á undanförnum misserum skilar margþættum árangri? segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilisins. ?Markmið okkar er að hámarka ánægju gestsins með þjónustu, verð, aðbúnað og tækifæri til upplifunar og því erum við auðvitað afskaplega ánægð að fá þessa umsögn frá gestum. Ekki sakar heldur að koma vel út í samanburðinum við 1000 önnur góð farfuglaheimili út um allan heim?. Gestum sem bóka gistingu í gegnum heimasíðu Alþjóðasamtakanna gefst tækifæri til að gefa farfuglaheimilunum einkunn fyrir þjónustu og aðstöðu og eru það því gestirnir sjálfir sem kjósa. Þess má geta að tæplega900 manns á ári hafa gefið Reykjavík einkunn frá því að einkunnakerfið var tekið í gagnið en niðurstöður úttektarinnar byggja á upplýsingum sem bárust á fyrsta ársfjórðungi. Nánar á vef Farfugla: www.hostel.is Slóð á rafrænt fréttabréf Alþjóðasamtaka farfugla
Lesa meira

Finn fyrir miklum áhuga á nýjum markaði

Beint áætlunarflug Icelandair á milli Íslands og Toronto í Kanada hófst í dag. Flogið verður þrisvar í viku í maí og fimm sinnum í viku í sumar en auk þess flýgur Icelandair til Halifax í Kanada. Hefur fengið góð viðbrögðEinar Gústavsson forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í N.-Ameríku segir þessi tímamót fagnaðarefni en hann hefur unnið að markaðssetningu flugleiðarinnar síðustu mánuði í gegnum Iceland Naturally verkefnið. ?Þetta er góður dagur fyrir íslenska ferðaþjónustu og ég vil óska Icelandair til hamingju með að hafa tekið þetta skref. Sú mikla umfjöllun sem kynningarstarfið í mars fékk gefur sterklega til kynna að þetta geti ver góður markaður fyrir Ísland og ég finn að landið og einnig Reykjavík er almennt betur þekkt á þessu svæði en t.d. á meðal Bandaríkjamanna," segir Einar. "Taste of Iceland"Kynningin í mars sem Einar vísar til er Íslandshátíð sem bar nafnið "Taste og Iceland". Þetta var gríðarlega vel heppnað, vakti mikla athygli og fékk umfjöllun í öllum stærstu fjölmiðlum í Kanada. Meðal annars var boðið upp á íslenskan matseðil á tveimur veitingastöðum borgarinnar þar sem íslenskir kokkar réðu ríkjum, þrjár íslenskar hljómsveitir komu frá Íslandi og tróðu upp, íslensk kvikmyndahátíð var haldin og ýmsir fleiri listviðburðir tengdir landinu voru í boði. Alls komu um 20 manns, listafólk, matreiðslumenn o.fl., til Totonto til að gera hátíðina að veruleika. Stærsta og mikilvægasta borg KanadaEinar bendir á að eftir miklu er að slægjast þar sem Toronto er stærsta borg Kanada og  miðpunktur landsins bæði hvað varðar samgöngur og viðskipti og menningu. ?Borgin er miðpunktur í milljónasamfélagi og það hefur vakið athygli mína hversu mikinn áhuga innkoma okkar hér hefur vakið. Þar get ég einkum nefnt þrennt, tónlistina, náttúruna og matinn. Menningartengd ferðaþjónusta er mjög vaxandi þáttur þegar Ísland er annars vegar og þetta er einn liður í því. Vissulega felst veruleg áhætta í því þegar sótt er inn á nýja markaði og nýja flugleið en miðað við fyrstu viðbrögð og áhugann sem okkur hefur verið sýndur þá er það mitt mat að við getum vonandi horft með bjartsýni til framhalds þessa flugs,? segir Einar.
Lesa meira