Fara í efni

8% fjölgun farþega hjá Flugfélagi Íslands

Flugvel
Flugvel

Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgaði um átta prósent á árinu 2006 miðað við árið 2005. Alls flugu um 380 þúsund manns með félaginu í fyrra, þar af um 18 þúsund farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands.

Fram kemur í tilkynningu frá Flugfélaginu að farþegum hafi fjölgað mest á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða eða um tæplega 9 prósent en á leiðinni til Akureyrar var aukningin um 7 prósent. Þetta eru jafnframt stærstu áfangastaðir félagsins. Til og frá Akureyri voru fluttir tæplega 180 þúsund farþega og til og frá Egilsstöðum um 130 þúsund farþegar.