Fara í efni

Flugfélagið Ernir hefur áætlunarflug innanlands

Flugfélagið Ernir
Flugfélagið Ernir

Í dag 2. janúar hefur flugfélagið Ernir innanlandsflug til fjögurra staða frá Reykjavík. Það eru Höfn í Hornafirði, Sauðárkrókur, Gjögur og Bíldudalur. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skrifaði í október undir samning við forsvarsmenn félagsins um að annast flugið næstu þrjú árin.

Til að mæta auknum verkefnum hefur flugfélagið tekið nýja vél í þjónustu sína, Jetstream Super 32, 19 farþega vél með jafnþrýstibúnaði. Flugtími frá Reykjavík til Sauðárkróks með nýju vélinni er um 30 mínútur og um 50 mínútur til Hafnar en hún getur ekki lent á Bíldudal eða Gögri. Auk nýju vélarinnar hafa Ernir til umráða tvær 9 manna tveggja hreyfla vélar Cessna vélar sem verða notaðar í áætlunarflugið og önnur verkefni félagsins.

Mynd: Hörður Guðmundsson, aðaleigandi og forstjóri flugfélagsins, er hér við nýju Jetstream flugvélina. (Mynd af vef Samgönguráðuneytisins.)