Fara í efni

105 þúsund gistinætur á farfuglaheimilunum

Farfuglaheimilið í Rvík
Farfuglaheimilið í Rvík

Á síðasta ári fóru gistinætur á farfuglaheimilum hér á landi í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en alls urðu þær tæplega 105.000. Er það um 12% aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í frétt frá Farfuglum.

Alls voru starfandi 25 farfuglaheimi hér á landi á síðasta ári og fjölgaði gisitnóttum á þeim öllum ? mismikið eftir heimilum. Langflestar gistnæturnar komu frá þýskum og breskum ferðamönnum og fjölgaði þeim einnig mest á milli ára. Athyglisvert er að gistinóttum á Farfuglaheimilinu í Reykjavík fjölgaði um 46 % þrjá síðustu mánuði ársins miðað við fyrra ár.

Svo virðist sem þessi mikla uppsveifla ætli að endast fram á hið nýbyrjaða ár, því mikið er um fyrirspurnir og bókanir þessa dagana, segir í frétt Farfugla.

Nánari upplýsingar um farfuglaheimilin er að finna á heimasíðu Farfugla; www.hostel.is

Mynd: Farfuglaheimilið í Reykjavík.