Yfir 2 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll

Yfir 2 milljónir fóru um Keflavíkurflugvöll
Flugstöð

Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru rúmlega 2 milljónir farþega um völlinn á nýliðnu ári. Er það í fyrsta sinn sem tveggja milljón farþega markinu er náð. Fjölgunin á milli ára nemur rúmum 11%.

Alls fóru 2.019.470 farþegar um völlinn á árinu, samanborið við 1.816.905 farþega árið 2005, sem þá var metár. Sé litið á nánari skiptingu þá er fækkun um 21.500 farþega í hópi áfram- og skiptifarþega (transit) en farþegum á leið til og frá landi fjölgar hins vegar verulega. Skiptinguna má sjá í töflunni hér að neðan.

 

Des.06.

YTD

Des.05.

YTD

Mán. % breyting

YTD % Breyting

Héðan:

45.951

864.996

40.508

752.774

13,44%

14,91%

Hingað:

50.109

868.036

44.063

756.193

13,72%

14,79%

Áfram:

2.801

24.482

718

13.359

290,11%

83,26%

Skipti.

16.487

261.956

16.977

294.579

-2,89%

-11,07%

Samtals:

115.348

2.019.470

102.266

1.816.905

12,79%

11,15%


Athugasemdir