Fara í efni

Ísland fær lofsamlega umfjöllun í Golf International

Golf international
Golf international

Ísland  og íslenskir golfvellir fá lofsamlega umfjöllun í nýjasta hefti golftímaritsins Golf International. Ferðamálastofa var meðal þeirra sem kom að ferð blaðamannsins Paul Severn hingað til lands.

Í greininni, sem mun vera sú fyrri af tveimur, sparar blaðamaðurinn ekki stóru orðin, tíundar m.a. hversu auðvelt sé að komast til Íslands með íslensku flugfélögunum og hversu góðar aðstæður séu til að spila golf hérlendis. Hann spilaði á nokkrum völlum hérlendis, á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum og í Eyjafirði. Með greininni í septembertölublaðinu fylgja myndir frá Vestmannaeyjum, Nesvellinum og Bláa lóninu og í næsta tölublaði mun m.a. vera von á umfjöllun um Jaðarsvöll á Akureyri. Á vefnum kylfingur.is er greint frá heimsókn Paul Severn.