Vestnorden í fullum gangi

Vestnorden í fullum gangi
Vn06_1

Vestnorden ferðakaupstefnan hófst í Reykjavík í morgun.  Um 550 manns taka þátt í þessari stærstu ferðakaupstefnu sem haldin er á Íslandi annað hvert ár og alls hefur Vetsnorden nú verið haldin 21 sinni.

Vestnorden er haldin á vegum ferðamálayfirvalda í Færeyjum á Grænlandi og Íslandi auk þess sem Shetlandseyjar hafa komið að kaupstefnunni hin síðari ár. Að þessu sinni munu um 300 ferðaþjónustuaðilar frá um 160 fyrirtækjum í aðildarlöndunum kynna vöru sína og þjónustu fyrir kaupendum. Nú í ár eru kaupendur 200 talsins frá 143 fyrirtækjum og koma þeir frá 30 löndum. Þá koma til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir þannig að heildarfjöldi þátttakenda eru um 550 talsins. Vestnorden lýkur á morgun. Meðfylgjandi myndir voru teknar á kaupstefnunni í morgun. 

Einar Gústavsson, Lisbeth Jensen og Ársæll Harðarson í bás Ferðamálastofu. Bás Hótel Búða.
Fulltrúar Hótel Selfos á fundi með með kaupendum. Bás Hótel Cabin.
Spurningin er hvort veran fremst á myndinni sé að bíða eftir fundi með fulltrúum kaupenda á Vestnorden. Steingrímur Birgisson frá Bílaleigu Akureyrar.


Athugasemdir