Fara í efni

Vinnufundur í Borgarnesi

Höfuðstöðvar ferðamálaráðs
Höfuðstöðvar ferðamálaráðs

Eins og komið hefur fram í fréttum hér á vefnum er nú innan Ferðamálastofu unnið að fjölmörgum verkefnum í tengslum við framkvæmd Ferðamálaáætlunar 2006-2015. Sum verkefnin eru á lokastigi og önnur styttra á veg komin.

Alls eru níu verkefni í vinnslu í stofnuninni og gert ráð fyrir að ljúka  sjö þeirra fyrir áramót. Sum verkefnanna skarast eðlilega á milli sviða og skrifstofa og þarf að samræma vinnuna. Dagana 21. og 22. september verður því sameignlegur vinnufundur starfsfólks skrifstofanna i Reykjavík og á Akureyri og mæst í Borgarnesi. Þá verður tækifærið einnig notað til að kynnast nýjungum í ferðaþjónustu á svæðinu. Starfsfólk frá öllum erlendu skrifstofum Ferðamálastofu hefur verið á Íslandi undanfarna daga í tengslum við Vestnorden kaupstefnuna og hefur tækifærið verið nýtt til funda með þeim.

Vegna fundarins í Borgarnesi verður þjónusta á skrifstofum Ferðamálastofu á Akureyri og í Reykjavík skert þessa tvo daga enda starfsmenn fjarverandi, en símsvörun og grunnþjónusta verður til staðar.