Færeyingar halda næstu Vestnorden kaupstefnu

Færeyingar halda næstu Vestnorden kaupstefnu
Heilsað upp á viðskiptavin.

Að ári liðnu, eða haustið 2007, er komið að Færeyingum að vera gestgjafar á Vestnorden. Kaupstefnan verður á sama tíma og jafnan áður, nánar tiltekið dagana 10-11 september 2007.

Vestnorden í Færeyjum verður númer 22 í röðinni. Vestnorrænu þjóðirnar þrjár, Íslendingar, Grænlendingar og Færeyingar, hafa skipst á um að halda kaupstefnuna og Shetlandseyingar hafa einnig komið að samstarfinu á síðustu árum. Meðfylgjandi mynd var tekin á Vestnorden 2006 sem lýkur í Laugardalshöllinni í dag.

 


Athugasemdir