Varað við svikahröppum

Varað við svikahröppum
Hotelherbergi

Í sumar mun nokkuð hafa borið á að gististaðir hafi fengið bréf frá aðilum sem reyna að hafa út fé úr gististöðunum með fölskum bókunum. Meðal annars hefur upplýsingamiðstöðin á Hólmavík sent út viðvaranir til ferðaþjónustuaðila á sínu svæði.

Dæmi um bréf eru frá aðila sem kynnir sig sem blaðamann að nafni Anthony Grant sem byrjar á að panta tveggja manna herbergi í tvær vikur. Þegar upplýsingar berast um kostnað við gistingu upplýsir Anthony að ferðaþjónustufyrirtækið sem hann skipti við geti ekki, sökum tæknilegra erfiðleika, leyft honum að greiða með kreditkorti sínu. Þetta stefni ferðalagi hans í voða. Gefur Anthony síðan uppkreditkortanúmer og spyr hvort nokkur leið sé til þess að gististaðurinn geti tekið út af því sem nemur ferðakostnaðinum og kostnaði við gistingu og lagt inn á ferðaþjónustufyrirtækið í Bretlandi. Líklegt má telja að Anthony sendi kreditkortanúmer einhvers annars aðila og að bankareikningur ?ferðaþjónustufyrirtækisins? sé í raun hans eigin.

Hér að neðan má sjá tvö bréf frá Anthony Grant:

Bréf 1:

Hello,
My name is Anthony Grant and am a Journalist, am interested in making a reservation for me and my wife to celebrate our 5th wedding anniversary. I would like a double room for the 30th of Sept. to the 12th of Oct.2006.

Kindly reply with information stating the total cost of our intended stay.I intend to make payment ASAP so as to secure accommodation for our special occasion.

Hope to hear from you soon

Regards,
Anthony Grant

Bréf 2:

Hello,
I have reviewed the total costs of your lodgings and am more than delighted to pay.Unfortunately my local travel agent has just informed me that due to technical difficulties with their merchant machine, it has become impossible for them to charge my credit card for our tickets! This tends to pose a serious threat to our travel plans as funds intended for my travels are lodged in my credit card.

However my travel agent did advise me to ask if you could charge both accommodation and ticketing cost with your merchant machine,and then remit the cost of ticketing to their office in the UK.The cost of both mine and my wife''s ticket is 2,520 POUNDS.

So,I would appreciate if you make the following charges on my credit card: Accomodation fee , mine and my wife''s ticket fares plus an additional 250 POUNDS for your inconveniencies and willingness to accept our payment plan.

Please do get back to me if you are in the office right now so that I can forward my credit card details to you , then you can charge the full amount and transfer the agent funds to my local travel agency .

Regards,
Anthony Grant

 


Athugasemdir