Fréttir

Norræn ráðstefna um strandmenningu

Dagana 25.-26. maí verður í Stykkishólmi haldin norræn ráðstefna um strandmenningu undir yfirskriftinni "Vitar og strandmenning á Norðurlöndum 2006". Að ráðstefnunni stendur Íslenska vitafélagið. Í frétt um ráðstefnuna segir að folk sé smám saman að vakna til vitundar um þann auð sem er falinn við strendur landsins og hvernig hægt sé að nýta vita og aðrar strandminjar til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar. Á þessu sviði séu Norðmenn lengst komnir. Á ráðstefnunni í Stykkishólmi  er ætlunin að vinna áfram með menningararfinn og gefa þátttakendum kost á að læra af reynslu hvers annars. Ráðstefnan í er öllum opin. Nánari upplýsingar
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Undanfarin ár hefur Ferðamálastofa  staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva. Verður svo einnig í ár. Síðustu tvö árin hafa námskeiðin verið haldin í gegnum fjarfundarbúanað en skipuleggjenum þykir nú kominn tími til að fólk hittist augliti til auglitis og verður námskeiðið haldið á Kornhlöðuloftinu 7 júní næstkomandi. Mikilvægt er að a.m.k. nýtt starfsfólk upplýsingamiðstöðva komi á námskeiðið.  Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð þeirra verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið. Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990  eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 2. júní nk. Mynd: Veitingahúsið Lækjarbrekka en Kornhlöðuloftið er á efri hæð hússins þar á bakvið. Námskeiðsgjald er kr. 3.900,- pr. þátttakanda. Nánari upplýsingar og dagskrá Dags:     Miðvikudaginn 7.  júní 2006 Staður:    Kornhlöðunni Bernhöftstorfu, Reykjavík (veitingahúsið Lækjarbrekka)Tími:     12.45 - 17.00Þátttökugjald: kr. 3.900,- 12.45 - 13.00  Skráning þátttakenda. Afhending gagna 13.00 - 13.30  Þeir koma, og hvað með það, fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?   Elías Bj Gíslason,  forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu.        13.30 - 14.05  Hlutverk upplýsingamiðstöðva og hlutverk starfsmanna upplýsingamiðstöðva.    Pétur Rafnsson, verkefnisstjóri Ferðamálastofu.    14:05 - 14.15  Handbók Ferðamálastofu.    Elín Svava Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri Ferðamálastofu 14.15 - 14.45  Kaffi 14.45 - 16.30  Viðhorf er aðalatriðið í þjónustu!    Margrét Reynisdóttir, stjórnunar- og markaðsfræðingur 16.30   Samantekt  og námskeiðslok Þátttaka tilkynnist í síma 464- 9990 eða á netfangið: upplysingar@icetourist.is fyrir 2. júní n.k.  
Lesa meira

Gagnlegur fundur um Evrópuvefinn

Í byrjun vikunnar var í Brussel haldinn sameiginlegur vinnufundur þeirra þjóða sem aðild eiga að Evrópska ferðamálaráðinu, ETC. Á fundinum var farið yfir reynsluna af nýja Evrópuvefnum www.visiteurope.com sem opnaður var í mars síðastliðnum, og rætt um næstu skref. Í máli Karin Bruere, sem stýrir verkefninu fyrir hönd ETC, kom fram að velflest ríki hafa þegar lagt mikla vinnu af mörkum við að koma efni inn á vefinn, en hvert aðildarríki ber ábyrgð á að koma sér á framfæri. Hún sagði sannarlega ekki einfalt mál að útbúa vef sem uppfyllti kröfur og þarfir 34 þjóða en almenn samstaða væri um að láta verkefnið ganga upp. Mestum tíma var varið í að fara yfir hið viðamikla vefkerfi sem smíðað var fyrir verkefnið en þar hefur þurft að bregðast við ýmsum tæknilegum úrlausnarefnum sem upp hafa komið. Fjölmargar hugmyndir komu fram á fundinum um það sem betur má fara og voru þáttakendur á einu máli um að hann hefði verið mjög gagnlegur. Farið var yfir umferð á vefnum og  hefur umferð aukist verulega frá eldri útgáfu visiteurope.com, sem komin var talsvert til ára sinna. Mesta breytingin er að nú hafa gestir úr mun meira efni að moða og eru þannig að skoða fleiri síður en áður. Það var sem kunnugt er Evrópusambandið sem stóð straum af kostnaði við gerð vefsins en afhenti hann síðan ETC síðan til faglegrar umsjónar. Tengibraut inn á vefi aðildarríkjanna?Vefurinn er raunar hugsaður sem eins konar tengibraut, eða það sem kallað hefur verið ?portal?, fremur en vefsvæði í hefðbundinni skilningu þess orðs. Auk þess að veita allar grunnupplýsingar um Evrópu og einstök ríki á hann þannig að vera tengipunktur inn á ferðavefi í aðildarríkjunum,? segir Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálastofu, sem sat fundinn en hann hefur séð um að koma efni frá Íslandi inn á Evrópuvefinn. Segir hann fundinn hafa staðfest það sem áður hefur komið fram að Ísland er þegar vel sýnilegt á vefnum þótt enn sé talsvert verk óunnið. Umferð af Evrópuvefnum inn á vefi Ferðamálastofu er vel mælanleg þótt ég vilji gjarnan sjá hana aukast?, segir Halldór. Fyrsta útgáfa vefins er á fjórum tungumálum og beinist að mörkuðum í Noður- og Suður-Ameríku. Á fundinum kom fram að næstu skref verða að útbúa alþjóðlega útgáfu á ensku og að því loknu verðu sjónum beint austur á bóginn, þ.e. til Rússlands, Kína og Japan.
Lesa meira

Danska Ferðamálaráðið fræðist um markaðssetningu á Íslandi

Í síðustu viku heimsóttu Ferðamálastofu hópur fólks frá Ferðamálaráði Danmerkur, eða Visit-Denmark eins og stofnunin nefnist út á við. Tilgangur ferðar þeirra til Íslands var að fræðast um markaðsstarfsemi Ferðamálastofu, einkum vegna markaðssetningar Ferðamálastofu á erlendum mörkuðum. Árangur Íslands vekur athygli ?Það fer ekki hjá því að sá árangur sem náðst hefur í markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi hefur vakið verðskuldaða athygli víða. Hjá okkur hefur verið veruleg fjölgun ferðamanna og aukning á öllum sviðum ferðaþjónustu á sama tíma og margar nágrannaþjóðir okkar hafa mátt sætta sig við að halda í horfinu eða jafnvel horft upp á samdrátt. Danir voru því forvitnir að vita hvaða aðferðum við værum að beita sem virkuðu svo vel;? sagði Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. Að sögn hinna dönsku gesta hefur verið á brattann að sækja fyrir Dani í markaðssetningu landsins. Þeir greindu frá því að nokkur samdráttur hafi átt sér stað frá flestum meginmörkuðum, þar á meðal frá Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð. Eini vöxturinn undanfarið hefur verið frá Asíu og svo innanlandsmarkaðurinn. Farið yfir helstu verkefniÁrsæll Harðarson fór yfir stefnumörkun og aðferðafræði stjórnvalda og atvinnugreinarinnar á erlendum mörkuðum svo og að greina frá ýmsum samstarfsverkefnum sem unnin eru í samstarfi milli fyrirtækjanna og stjórnvalda. Sérstaka athygli vakti verkefnið Iceland Naturally, sem Danir hafa orðið varir við á Bandaríkjamarkaði, en þar er um að ræða samstarf Samgönguráðuneytis, Utanríkisráðuneytis og einstakara fyrirtækja og ekki eingöngu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Iceland Naturally er um þessar mundir að hefjast á Evrópumarkaði. Þá var ennfremur gerð grein fyrir samstarfi um Ráðstefnuskrifstofu Íslands og verkefnum tengdum byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss í Reykjavik, auk Cruise Iceland verkefnisns. Að sögn Ársæls vakti það einnig athygli Dana að Ferðamálastofa hefur varið miklum upphæðum á undanförnum árum í aðstoð við heimamenn á fjölförnum ferðamannastöðum til úrbóta á aðgengi og aðstöðu. Heimsókna danska ferðamálaráðsins kemur í kjölfar nýlegrar heimsóknar norska ferðamálaráðsins um sama efni. Meðfylgjandi mynd var tekin í heimsókn danska ferðamálaráðsins.
Lesa meira

Nýsköpun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Síðastliðið þriðjudagskvöld kom til heimahafnar á Ísafirði 60 feta skúta sem í sumar mun sigla með ævintýraþyrsta ferðalanga um Vestfirði og austurströnd Grænlands. Boðið verður upp á allt frá þriggja daga ferðum til tveggja til þriggja vikna leiðangra til Grænlands. Skútan er sú stærsta á Íslandi en um verkefnið hefur verið stofnað fyrirtækið Borea Adventures. Til að byrja með verður farið í nokkrar ferðir til reynslu. Hugmyndin er að bjóða m.a. upp á skíðaferðir á vorin, náttúruskoðun með megin áherslu á fugla og refi, ævintýraferðir þar sem blandað verður saman sjókajak siglingum í Jökulfjörðum og Hornströndum, snorkköfun í Reykjanesi, fjallaferðum, fjallahjólaferðum, jöklagöngu á Drangajökli og mörgu fleiru. Á haustin er gert ráð fyrir að færa skútuna á Breiðafjörðinn og bjóða upp á styttri siglingar allt að Látrabjargi. Skútan er smíðuð í Bretlandi og var notuð í kappsiglingar í kringum jörðina og er því eðli málsins samkvæmt sterkbyggð. Hún mun taka 8-10 farþega þegar endurskipulagningu á rými skútunnar verður lokið næsta vor. Öll almenn þægindi verða til staðar eins og stórt eldhús, tvö salerni, heit sturta og öflug miðstöð í öllum káetum.  Meðfylgjandi mynd var tekin við komu skútunnar til Ísafjarðar.
Lesa meira

Litið til framtíðar í ferðaþjónustu - opið málþing

Opið málþing undir yfirskriftinni ?Litið til framtíðar í ferðaþjónustu? verður haldið á Hótel Flúðum, þriðjudaginn 16. maí kl. 13:00 - 18:00. Fjallað verður um ferðamál frá ýmsum sjónarhornum en tilefnið er 10 ára afmælisár stefnumótunar í ferðamálum  í Uppsveitum Árnessýslu. Meðal annars um markaðsmál og möguleika, stöðu og þróun. Einnig verður kynnt námskeið Útflutningsráðs  ?Hagvöxtur á heimaslóð?. Á málþinginu gefst gott tækifæri til að hlusta á sérfræðinga á sviði ferðamála og leggja sitt af mörkum í umræðunni. Ýmsum spurningum verður velt upp, svo sem: Hvað ber framtíðin í skauti sér? Breytt ferðamynstur Breytt umhverfi Nýjar kröfu Nýjar aðferðir Klasasamstarf Allir velkomnir og aðgangur er frír. Dagskrá Setning: Gunnar Þorgeirsson, formaður oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu FrummælendurElías Bj. Gíslason,  forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs  FerðamálastofuRögnvaldur Guðmundsson, ráðgjafi og verkefnisstjóri, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslustjóri,  SAF (Samtök ferðaþjónustunnar)Markús Einarsson, framkvæmdastjóri, Bandalags íslenskra farfuglaArnar Guðmundsson, verkefnisstjóri,  Útflutningsráði ?Hagvöxtur á heimaslóð? Fundarstjóri: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri  Hrunamannahrepps Pallborð og Hópaumræður.
Lesa meira

Uppbygging fugla- og dýralífsskoðunarstaða fyrir ferðamenn

Dagana 11. - 13. maí verður haldið á Hvammstanga og á Ströndum námskeið um uppbyggingu fugla- og dýralífsskoðunarstaða fyrir ferðamenn. Námskeiðið er haldið í tengslum við Norðurslóðaverkefnið Northern Coastal Experience - NORCE (Strandmenning) og er opið öllum áhugasömum. Námskeiðið er á ensku og er styrkt af NORA. Kennarar á námskeiðinu verða James MacLetchie frá Skotlandi, Carol Patterson frá Kanada og Hans Gelter frá Svíþjóð sem öll eru sérfræðingar á þessu sviði.  Þá verða flutt erindi frá Hólaskóla, Umhverfisstofnun, refasérfæðingum og Ferðaþjónustu bænda. Námskeiðið hefst á Hvammstanga fimmtudaginn 11. maí kl. 9.00 og verður fram haldið þar á föstudag. Báða dagana er boðið upp á skoðunarferðir í kjölfar námskeiðs. Námskeiðsgjald er 8.000 kr. (kaffi og hádegisverðir innifaldir). Frá föstudegi til laugardags verður dvalið að Laugarhóli í Bjarnarfirði, farið verður í skoðunarferð út í Drangey en dagskránni lýkur á Hólmavík. Að námskeiðinu standa Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Selasetur Íslands á Hvammstanga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í samvinnu við NORCE verkefnið og NORA. Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar er á gudrun@ssnv.is og í síma 455-2515. Nánari dagskrá má finna á www.norce.org.
Lesa meira

Talningu erlendra ferðamanna hætt 1. september?

Þegar Útlendingaeftirlitið hætti talningu erlendra ferðamanna eftir þjóðerni var það samdóma álit aðila í ferðaþjónustu að þessi talning mætti ekki falla niður þar sem hún væri greininni mikilvæg ekki síst vegna markaðsmála. Því samþykkti þáverandi Ferðamálaráð árið 2002 að stofnunin skyldi með einhverum hætti tryggja umrædda talningu áfram. Fjárfest í tölvubúnaði og hannaður hugbúnaður til að framkvæmda umrædda talningu í Leifsstöð. Samið var við embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli og hafa starfsmenn embættisins síðan annast þessa talningu með því að ýta á snertiskjái við brottför farþega. Embættið hefur nú um nokkurt skeið þrýst á verulegar hækkanir fyrir umrædda þjónustu. Viðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði. Ferðamálastofa telur sér ekki fært að greiða þá upphæð sem krafist er nú. Um er að ræða meir en 10% af heildarfjárveitingum til reksturs stofunarinnar á Íslandi. Ekki er talið réttlætanlegt né mögulegt að draga úr annarri þjónustu stofnunarinnar sem þessu nemur til að greiða fyrir umræddar tölur. Þar sem viðræður aðila hafa ekki skilað niðurstöðu þá hefur embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagt upp umræddum samningi og mun að öllu óbreyttu hætta talningu erlendra ferðamanna eftir þjóðerni 1. september nk.
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í mars fjölgaði um 12% á milli ára

Hagstofan hefur birt nýjar tölur um gistinætur á hótelum. Þar kemur fram að gistinóttum í mars síðastliðnum fjölgaði um 12% á milli ára og jafnframt liggur þá fyrir að gistinóttum fjölgaði um 9% á fyrsta ársfjórðungi. Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 73.100 en voru 65.200 í sama mánuði árið 2005, sem er 12% aukning sem fyrr segir. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.200 í 1.800 milli ára (55%). Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.100 í 6.900 (36%). Á Suðurlandi nam aukningin 19% en gistináttafjöldinn þar fór úr 6.900 í 8.200. Aukningin á höfuðborgarsvæðinu nam 9,5% en þar fóru gistinæturnar úr 47.300 í 51.800 milli ára. Norðurland var eina landsvæðið þar sem samdráttur varð, en gistinóttum fækkaði þar um 8,5%, úr 4.700 í 4.300. Fjölgun gistinátta á hótelum í febrúar árið 2006 má bæði rekja til Íslendinga (28%) og útlendinga (5%). Gistirými á hótelum í marsmánuði jókst milli ára, en hótel sem opin voru í mars síðastliðnum eru einu fleiri en árið á undan. Fjöldi herbergja fór úr 3.377 í 3.581 (6%) og fjöldi rúma úr 6.776 í 7.312 (8%). Fyrstu þrjá mánuði ársins fjölgaði gistinóttum um 9% frá fyrra ári, en gistináttafjöldinn fór úr 154.200 í 169.400 milli ára. Fjölgun varð á öllum landsvæðum nema Norðurlandi þar sem fjöldinn stóð í stað. Hagstofan vekur athygli á að hér er átt við gistinætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Í þessum flokki gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Þá eru tölur fyrir árið 2006 eru bráðabirgðatölur.    
Lesa meira

Fjölgun farþega á fyrsta ársfjórungi

Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um tæp 11% á fyrsta ársfjórungi miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Mikil aukning var í apríl á milli ára eða 29,6%. Alls fóru 418.485 farþegar um Keflavíkurflugvöll frá ársbyrjun til loka apríl. Sé eingöngu horft á farþega á leið til landsins eða frá því þá fjölgaði þeim um 15,6% á fyrsta ársfjórungi. Áfram og skiptifarþegar voru á hinn bóginn heldur færri. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan.   Apríl .06. YTD Apríl.05. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 66.823 201.691 50.160 175.442 33,22% 14,96% Hingað: 67.376 200.248 50.190 172.208 34,24% 16,28% Áfram: 628 12.959 218 6.024 188,07% 115,12% Skipti. 19.129 49.193 18.229 64.811 4,94% -24,10%   153.956 464.091 118.797 418.485 29,60% 10,90%
Lesa meira