Fara í efni

Skráning hafin á Vestnorden 2006

Vestnorden 2006 - vefforsíða
Vestnorden 2006 - vefforsíða

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Vestnorden 2006 ferðakaupstefnuna. Hún verður sem kunnugt er haldin á Íslandi 12.-13. september, nánar tiltekið í Laugardalshöllinni í Reykjavík.

Skráning fer fram á heimasíðu kaupstefnunnar sem er á slóðinni www.vestnorden2006.is

Vestnorden er árleg ferðakaupstefna sem ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að í rúma tvo áratugi. Kaupstefnurnar eru haldnar til skiptis í löndunum þremur, auk Hjaltlandseyja. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum. Á Vestnorden hitta þar ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna.

Skipuleggjendur í ár eru Congress Reykjavík, congress@congress.is