Áætlunarflug hafið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

Áætlunarflug hafið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar
Icelandexpress flugvél

Áætlunarflug á vegum Iceland Express á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hófst í gærkvöld. Í sumar verða farnar tvær ferðir á viku, á þriðjudögum og fimmtudögum.

Í fréttum var haft eftir Birgi Jónssyni, framkvæmdastjóra Iceland Express, að áætlunarflugið muni standa til 5. september. Í beinu framhaldi muni félagið fljúga í fimm vikur á milli Akureyrar og London, frá því í september og fram í október, og í framhaldi þess í aðrar fimm vikur til Kaupmannahafnar á nýjan leik. Í báðum tilfellum verður boðið upp á ferðir á fimmtudögum og sunnudögum.


Athugasemdir