Fara í efni

Afgreiðsla umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum

Dettifoss
Dettifoss

Alls bárust Ferðamálastofu 158 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári en auglýst var eftir umsóknum um styrki í byrjun janúar síðastliðinn. Umsóknirnar voru afgreiddar af Ferðamálastofu og hlutu 57 verkefni styrk að þessu sinni. Til úthlutunar voru um 40 milljónir króna sem skiptist í þrjá flokka en sótt var um samtals 209.638.250 krónur.

Minni verkefni
Í flokknum minni verkefni gátu styrkir að hámarki numið 500 þúsund krónum þar sem sérstök áhersla var lögð á uppbyggingu gönguleiða og eingöngu til efniskaupa. Alls bárust 105 umsóknir en 44 aðilar fengu styrk, samtals að upphæð 11.870.000. Af því leiðir að mörgum verðugum verkefnum varð að hafna að þessu sinni. Þetta er sama reynsla og fengist hefur á undangengnum árum þar sem fjárhæð umsókna hefur verið margföld sú upphæð sem verið hefur til ráðstöfunar.

Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum
Í flokkinn stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum bárust 18 umsóknir og hlutu 6 verkefni styrk, samtals að upphæð 11.475.000 krónur. Hér er um það að ræða að umsækjendur stýra framkvæmdum sjálfir og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur.

Uppbygging á nýjum svæðum
Í þriðja flokkinn, uppbygging á nýjum svæðum, bárust 35 umsóknir. Úthlutað var 14.350.000 krónum sem skiptast á 7 verkefni.

Náttúran í forgangi
Til viðmunar við úthlutun er stuðst við reglur um forgangsröðun styrkja sem fylgt hefur verið síðustu ár, mikilvægi verkefna er vegið eftir því hver áhrif framkvæmdarinnar eru á náttúru og umhverfi, í meginatriðum er flokkunin eftirfarandi: 

  1. Náttúruvernd
  2. Upplýsingar, og öryggismál
  3. Áningarstaðir
  4. Annað

Verkefni sem stuðla að náttúruvernd eru því forgangsverkefni. Einnig er reynt að fylgja eftir þeim opinberu markmiðum að uppbygging ferðaþjónustunnar stuðli að sjálfbærri þróun í samfélaginu.

Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, segir umsóknarferlið hafa gengið nokkuð vel fyrir sig í ár og greinilegt að undirbúningur verkefna batnar með hverju árinu, þó eru alltaf einhverjir sem kveikja á perunni ?korter fyrir? að umsóknarfrestur rennur út og henda inn ófullkomnum og lítt úthugsuðum hugmyndum. "Það er ljóst að mörg verðug verkefni verða að bíða að þessu sinni og vissulega er alltaf erfitt að geta ekki orðið við góðum umsóknum," segir Valur.

Hér að neðan er listi yfir þá sem fengu úthlutað styrkjum í ár:

Styrkir til minni verka      
     
Sveitarfélag / svæði Verkefni Umsækjendur  Styrkir
Allt landið Göngum um Ísland -upphafsmerkingar Ungmennafélag Íslands 500.000   
Neskaupstaður Göngustígar í fólkvangi Neskaupstaðar Náttúrustofa Austurlands 200.000   
Fljótsdalshreppur Merking gönguleiða í Fljótsdal Ferðamálanefnd Fljótsdalshrepps 200.000   
Berufjörður - Reyðarfjörður Gönguleið milli fjarðanna Göngufélag Suðurfjarða 150.000   
Fjarðarbyggð / Hólmanes Gönguleiðir um Hólmanes fólkvang Náttúrustofa Austurlands 100.000   
Fljótsdalshérað Gönguleiðir í dreifbýli héraðsins Svf. Fljótsdalshérað 200.000   
Svf. Hornafjöður Kortagerð við Vatnajökulsþjóðgarð -Mýrar Ferðamálafélag A-Skaftfellssýslu 500.000   
Svf. Hornafjörður / Fláajökull Kortagerð við Fláajökul og víðar Ferðaþjónusta bænda Brunnhól og Hólmi 500.000   
Svf. Hornafjörður / Haukafell Upphafsmerkingar á gönguleiðum um Mýrar Skógræktarfélag A - Skaftafellssýslu 40.000   
Svf. Hornafjörður / Illikambur Fræðsluskilti og vegvísar á Lónsöræfum Helga Davids, Stafafelli 200.000   
Svf. Hornafjörður / Suðursveit Gönguleiðir í Staðardal Björn Sigfússon 200.000   
Dalvíkurbyggð / Tröllaskagi Göngukort á Tröllaskaga Dalvíkurbyggð 200.000   
Húnaþing vestra / Gauksmýri Aðgengi fyrir alla - Gauksmýrartjörn Ferðam.fél. Vestur - Húnavatnssýslu 250.000   
Húnaþing vestra / Hvítserk  Endurnýjun vatnslagana að WC Knútur A Óskarsson 150.000   
A - Húnavatnssýsla / Skagi Gönguleiðir -Hafnir / Selvíkurtangi. Náttúruvernd Vignir Á Sveinsso