Fara í efni

Sérstök áhersla á markaðsrannsóknir hjá Ferðamálaráði Evrópu á árinu 2006

Hver að gjósa
Hver að gjósa

Nú í ár eru liðin 20 ár síðan Ferðamálaráð Evrópu (ETC) stofnaði til sérstaks vinnuhóps um markaðsrannsóknir. Í tilefni af því er ákveðið að leggja sérstaka áherslu á markaðsrannsóknir og kannanir ETC á árinu.

Innan ETC eru 34 þjóðir í Evrópu og ljóst að ýmsar kannanir og rannsóknir á fjarmörkuðum væru ekki framkvæmanlegar fyrir minni þjóðirnar ef ekki kæmi til þessa samstarfs. Meðal þeirra verkefna sem unnin verða á árinu á vegum ETC eru:
Markaðsrannsóknir á Kínverska og Rússneska markaðinum með tilliti til ferðalaga til Evrópu; Handbók um aðferðir við rafræna markaðssetningu; Úttekt á framlögum til ferðamála í meðlimalöndunum ETC; ?Market Updates? á 8 fjarmörkuðum, þar með talin Bandaríkin, Kanada og Indland.

Ísland hefur verið aðili að ETC í rúmlega 30 ár og notið þess með aðild sinni að taka þátt í og móta þær rannsóknir og kannanir sem farið er í á markaðssvæðunum. ?Þetta samstarf, sem er bæði á sviði markaðssetningar á fjarmörkuðum svo og í þessum rannsóknum og könnunum auk annars, er okkur mjög mikilvægt þar sem við gætum aldrei vegna kostnaðar staðið ein að slíkum verkefnum,? segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Hann hefur tekið þátt í starfi ETC sl 14 ár og sat í framkvæmdastjórn þar í sex ár. ?Upplýsingar og niðurstöður kannana og rannsókna er forsenda árangurs í nútímamarkaðsvinnu, segir Magnús?

Hann bætir við að það sé mjög mikilvægt að greinin nýti sér þessa vinnu í markaðsvinnu sinni en allar niðurstöður eru aðgengilegar á vefnum www.etc-corporate.org