Fara í efni

Norskur vefur bætist við

Forsíða norska vefsins
Forsíða norska vefsins

Nú hefur bæst við norsk útgáfa af landkynningarvef Ferðamálstofu www.visiticeland.com. Er þetta annað tungumálið sem bætist við á árinu en um miðjan janúar var sænsk útgáfa af vefnum opnuð.

Þar með er landkynningarvefurinn orðinn á 8 tungumálum, þ.e. ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, sænsku og norsku, auk íslenskrar útgáfu vefsins sem jafnframt er á slóðinni www.ferdalag.is. Þá eru skrifstofur Ferðamálastofu í New York og Frankfurt með vefi sem sinna þeim mörkuðum sérstaklega.

Mynd: Forsíða norska vefsins.