Fara í efni

Farfuglaheimilið í Reykjavík eitt hið fyrsta í heimi með gæðavottun

Farfuglaheimili
Farfuglaheimili

Í gær fékk Farfuglaheimilið í Reykjavík afhenta gæðavottun alþjóðasambands farfuglaheimila, Hostelling International. Vottunin er veitt fyrir gæði í aðbúnaði og þjónustu og innra gæðaeftirlit. Það var gæðastjóri Hostelling International, Iddan Kroll, sem afhenti vottunina.

Í frétt frá Farfuglaheimilinu í Reykjavík kemur fram að alls eru starfrækt rúmlega 5000 farfuglaheimili í yfir 60 löndum og saman mynda þau stærstu gistihúsakeðju í heimi, Hostelling International. Bandalag íslenskra farfugla er aðilar að alþjóðasamtökunum og rekur Farfuglaheimilið í Reykjavík í Laugardalnum allt árið um kring.

12 heimilum boðin þátttaka
Öll farfuglaheimili samtakanna skulu uppfylla lágmarks staðla í aðbúnaði en fyrir nokkrum árum fóru alþjóðasamtökin af stað með sérstakt tilraunaverkefni á sviði allsherjar gæðastjórnunar sem nýtast skyldi þeim sem lengra eru komin til að styrkja enn frekar gott starf. Farfuglaheimilinu í Reykjavík var boðin þátttaka í litlum 12 heimila hópi ólíkra Farfuglaheimila alls staðar að úr heiminum og hafa þau unnið að því síðan að innleiða gæðakerfi hvert á sínum stað. Í þessum hópi eru heimili í Ástralíu, Ungverjalandi, Chile, Tælandi, Kanada, Frakklandi, Spáni, Englandi og Austurríki. Kerfið, sem byggt er á ISO 9001 gæðastöðlum, hefur verið aðlagað þjónustunni og sérkennum samtakanna þar sem áhersla er lögð á að taka vel á móti öllum.

Þau Farfuglaheimili fá vottunina sem uppfylla strangar kröfur um gæði og innra eftirlit.  Farfuglaheimilið í Reykjavík er eitt af fyrstu tólf Farfuglaheimilunum í heiminum sem fær slíka vottun og það fyrsta á Norðurlöndum.

Mynd:
Strfsfólk Farfuglaheimilisins í Reykjavík stllti sér upp til myndatöku að lokinni afhendingu viðurkenningarinnar.