Fréttir

Ísland nær aftur frábærum árangri við afhendingu ferðaverðlauna The Guardian/Observer

Síðastliðinn þriðjudag var tilkynnt um útslit í árlegum ferðaverðlaunum bresku fjölmiðlana The Guardian/Observer fyrir árið 2004. Eins og margir eflaust muna var Ísland valið "Uppáhalds Evrópulandið" við afhendingu verðlaunanna í fyrra og árangurinn í ár er einnig glæsilegur. Eftirsótt og virt verðlaunVeitt eru verðlaun í nokkrum flokkum og byggja á niðurstöðum könnunar sem fjölmiðlarnir gera árlega á meðal lesenda sinna. Eftirsótt er að vinna til verðlaunanna og þau eru hátt skrifuð þar sem byggt er á svörum frá breskum almenningi, fólki sem farið hefur til viðkomandi landa og nýtt sér þá þjónustu sem spurt er um í könnuninni. Uppáhalds EvrópulandiðAð þessu sinni hefur Ísland sætaskipti frá fyrra ári við Slóveníu í flokknum "Uppáhalds Evrópulandið", þ.e. Ísland er í 2. sæti í ár en Slóvenía í því fyrsta. Í næstu tveimur sætum eru sömu lönd og í fyrra, Finnland og Noregur. Reykjavík og Icelandair einnig ofarlegaEn með þessu er ekki öll sagan sögð því Ísland kemst einnig ofarlega í tveimur öðrum flokkum. Þannig hækkaði Reykjavík sig úr 35. sæti í það 12. í flokknum "Uppáhalds borgin erlendis" og Icelandair kemur sterkt inn í 14. sæti í flokknum "Besta flugfélagið á styttri leiðum". Léttir undir í markaðsstarfinuÍ kjölfar verðlaunanna í fyrra, og góðan árangur Íslands þá, varð starfsfólk Ferðamálaráðs vart við verulega aukinn áhuga á landinu og fjölgun fyrirspurna sem tengja má beint við verðlaunin. Sérstaklega á það við um fjölmiðla sem fjalla um ferðamál. Búast má við að svipað verði upp á teningnum nú. Þannig eru verðlaunin kærkomin viðbót og aðstoð í því viðamikla markaðs- og landkynningarstarfi sem Ferðamálaráð og íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa fyrir erlendis. Heildarniðurstöðurnar má nálgast með því að smella hér.  
Lesa meira

Svipmyndir frá Ferðatorgi 2004

Fjölmargir komu í heimsókn á ferðasýninguna Ferðatorg 2004 sem haldin var í Vetrargarði Smáralindar um liðna helgi. Þar sýndu öll landshlutasamtök innan Ferðamálasamtaka Íslands og fleiri aðilar í ferðaþjónustu hvað ævintýralandið Ísland hefur uppá að bjóða.   Ferðamálasamtök Íslands stóðu að Ferðatorginu, líkt og undanfarin ár, með stuðningi samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs Íslands og var það nú haldið í þriðja sinn. Auk þess að kynntir væru möguleikar í ferðaþjónustu um allt land var skipulögð dagskrá í gangi meira og minna alla helgina þar sem landshlutasamtökin buðu gestum uppá ýmislegt áhugavert.  Skoða myndir sem voru teknar við opnun Ferðatorgs 2004
Lesa meira

Svipmyndir frá Ferðatorgi 2004

Fjölmargir komu í heimsókn á ferðasýninguna Ferðatorg 2004 sem haldin var í Vetrargarði Smáralindar um liðna helgi. Þar sýndu öll landshlutasamtök innan Ferðamálasamtaka Íslands og fleiri aðilar í ferðaþjónustu hvað ævintýralandið Ísland hefur uppá að bjóða. Ferðamálasamtök Íslands stóðu að Ferðatorginu, líkt og undanfarin ár, með stuðningi samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs Íslands og var það nú haldið í þriðja sinn. Auk þess að kynntir væru möguleikar í ferðaþjónustu um allt land var skipulögð dagskrá í gangi meira og minna alla helgina þar sem landshlutasamtökin buðu gestum uppá ýmislegt áhugavert. Skoða myndir sem voru teknar við opnun Ferðatorgs 2004.  
Lesa meira

Ferðamálastjóri Kína í heimsókn til Íslands

Nú á sunnudaginn 16. maí kemur ferðamálastjóri Kína, Hr. He Guang Wei, í heimsókn til Íslands ásamt fjórum starfsmönnum ferðamálaráðs Kína. Dvelja þeir hér fram á miðvikudag. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að eftir undirritun samnings á milli Íslands og Kína fyrir skömmu um ferðamál, svonefnt ADS samkomulag, hafi He Guang Wei óskað eftir því að koma hingað í heimsókn bæði til að kynnast örlitlu af landinu sem áfangastað og einnig að ræða við íslensk ferðamálayfirvöld atriði í framhaldi af umræddum samningi. Áhugaverð heimsókn"Heimsóknin verður sambland af fundum og skemmtun og Hr. He Guang Wei hafði mjög ákveðnar hugmyndir um það hvað hann vildi kynna sér og sjá. Hann lét t.d. sérstaklega í ljós ósk um að fá að spila golf hér á landi, sem auðvitað verður. Það verður mjög athyglisvert að fá að hitta ferðamálstjóra þessa fjölmenna og stóra lands ásamt hans nánustu aðstoðarmönnum og heyra skoðanir þeirra og áætlanir um hvernig þessi atvinnugrein muni þróast þar og hvernig þeir sjá samstarf okkar í ferðamálaum þróast," segir Magnús.  
Lesa meira

Málþing um hagræn áhrif ferðaþjónustu

Ferðamálasetur Íslands efnir nú á miðvikudaginn, 12. maí, til málþings undir yfirskriftinni "Hagræn áhrif ferðaþjónustu". Málþingið verður haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands, kl: 13:30-17:00. Þverfagleg atvinnugreinÍ frétt frá Ferðamálasetrinu þar sem málþingið er kynnt segir m.a.: Eitt af því sem gerir ferðaþjónustu athyglisverða er hversu þverfagleg atvinnugreinin er. Segja má að ferðaþjónusta samanstandi af mörgum ólíkum atvinnugreinum sem snúast um það að þjóna hinum ýmsu þörfum ferðamanna. Þetta felur í sér samgöngur, gistingu, veitingar, afþreyingu, verslun, sýningar o.fl. Hér er því um að ræða mjög margbreytilegan markað sem kallar á ýmis úrlausnarefni þegar meta á hagræn áhrif hans. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á hinar ýmsu hliðar sem snúa að hagrænum áhrifum ferðaþjónustu. M.a. verður rætt um aðferðir við að meta hagræn áhrif greinarinnar. Fjallað verður um þjóhagslegan ábata ferðaþjónustu, hlutverk ríkisins, árangur ferðaþjónustu-fyrirtækja á Íslandi o.fl. Sérstakur gestur á málþinginu verður Dr. Tom Baum. Hann er forstöðumaður ferðamáladeildar Strathclyde háskóla í Skotlandi. Hr. Baum er virtur fræðimaður á sínu sviði og mun hann í erindi sínu fjalla um mat á hagrænum áhrifum ferðaþjónustu í víðtækum skilningi. Hann mun m.a. fjalla um bein, óbein og afleidd hagræn áhrif ferðaþjónustu og nýstárlegar aðferðir við mat á þeim. Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan. Dagskrá:13:30 Setning: Ingjaldur Hannibalsson, stjórnarformaður Ferðamálaseturs Íslands13:35 Ávarp: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra13:45 Prófessor Tom Baum, forstöðumaður ferðamáladeildar, The University           of Strathclyde  - Qualitative considerations in assessing the economic impact of          tourism14:15 Geir Oddsson, forstöðumaður Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands          - Að meta virði afþreyingar í ferðaþjónustu14:45 Kaffihlé15:00 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur          - Þjóðhagslegur ábati ferðaþjónustu og hlutverk ríkisins15:30 Vilhjálmur Bjarnason, aðjunkt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands          - Árangur í ferðaþjónustu?16:00 Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair          - Framtíðarsýn Icelandair16:30 Fyrirspurnir og umræður16:50 Ingjaldur Hannibalsson, - Samantekt og niðurstöður Þingstjóri: Bjarni Hjarðar, deildarforseti Rekstrar- og viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri. Aðgangur opinn öllum. Skráning fer fram hjá - Ferðamálasetri Íslands, s: 463-0959, tölvupóstur: arnar@unak.is  
Lesa meira

NOW 2004 hefst í dag

Í dag hefst á Nordica Hótel í Reykjavík ferðakaupstefnan Nordic Overseas Workshop eða NOW 2004. Kaupstefnan er samstarfsverkefni norrænu ferðamálaráðanna og flugfélaganna Flugleiða og SAS. Náð til kaupenda á fjarlægum mörkuðumTilgangurinn með NOW er að leiða saman ferðaþjónustuaðila (suppliers) á Norðurlöndum og ferðaskipuleggjendur (buyers) frá fjarlægum mörkuðum í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu. Markmiðið er þannig að stuðla að auknum ferðamannastraumi frá fjarlægum heimshornum til Norðurlandanna. Til kaupstefnunnar er aðeins boðið viðurkenndum kaupendum frá sterkustu mörkuðunum. Að þessu sinni eru á sjöunda tug kaupenda skráðir til leiks og af einstökum löndum eru Bandaríkjamenn og Kínverjar fjölmennastir. Heildarfjöldi ferðaþjónustuaðila sem kynnir starfsemi sína er rétt tæplega 80, þar af um fjórðungur frá Íslandi. Umferðinni lýkur á ÍslandiFyrsta NOW-kaupstefnan var haldin í Danmörku 1999, árið eftir í Svíþjóð, árið 2000 í Finnlandi og vorið 2002 í Osló. Nú lýkur umferðinni sem sagt á Íslandi. Ferðmálaráð Íslands sér um að halda NOW 2004 og var samið við Ráðstefnur og fundi ehf. í Kópavogi um undirbúning og framkvæmd.  
Lesa meira

Íslendingar stjórna 105 milljón króna Evrópuverkefni um strandmenningu og ferðaþjónustu

Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Program - NPP) hefur samþykkt verkefnið Northen Coastal Experience (NORCE), sem er til þriggja ára og lýkur árið 2007. Verkefnið er upp á 1,2 milljónir Evra, um 107 milljónir íslenskra króna. Hér er um að ræða strandmenningarverkefni í ferðaþjónustu sem Íslendingar áttu frumkvæði að. Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra er í forsvari fyrir verkefnið en Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar er verkefnisstjóri. Þrír íslenskir þátttakendurAlls eru 15 þátttakendur í verkefninu frá strandhéruðum á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Orkneyjum, Setlandseyjum og Nýfundnalandi. Þrír þátttakendur eru frá Íslandi, auk Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra; Byggðasafnið á Hnjóti sem mun vinna með Breiðafjarðarsvæðið, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum með Húnaflóasvæðið og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga með ströndina frá Skjálfandaflóa að Langanesi. Á öllum þessum stöðum munu vinnuhópar stuðla að framgangi verkefnisins á svæðisvísu. Leitað verður eftir að efla samvinnu við önnur strandsvæði á Íslandi þannig að þau geti notið góðs af því tengslaneti og reynslu sem skapast. Hægt að auka markaðssetningu á ströndinni"Aðalmarkmið verkefnisins er að leggja grunn að eflingu ferðaþjónustu í strandhéruðum við Norður-Atlantshaf og í Botnísku víkinni og auka markaðssetningu á ströndinni sem víða er vannýtt - m.a. hér á landi, segir Rögnvaldur Guðmundsson verkefnisstjóri. Í verkefninu verður m.a. lögð áhersla á bátasmíði og kynningu á notkun báta, fugla -, sela og hvalaskoðun, kynningu á vitum og verstöðvum, verkmenningu og matarmenningu við ströndina, endurreisn gamalla ferða-og flutningsleiða, sýningahald o.fl. Allir þátttakendur vinna að eigin verkefnum á heimaslóð. Auk þess verðu lögð veruleg áhersla á sameiginlega útgáfu í formi bæklinga, uppskrifta-og matreiðslubókar, auk þess sem heimasíða verkefnisins verður starfrækt. Áhersla verður lögð á góða samvinnu við ferðaþjónustuaðila, s.s. flugfélög, ferjufyrirtæki, ferðamálaráð landanna, ferðamálasamtök og ferðaþjónustuaðila á svæðisvísu til að tryggja langtíma árangur verkefnisins. Fyrsti samráðsfundur þátttakenda í NORCE verkefninu verður haldinn á Íslandi 22.-25. júní næstkomandi.  
Lesa meira

Ævintýralandið Ísland kynnt á Ferðatorgi 2004 í Smáralind

Á morgun, föstudaginn 7. maí nk. kl.16:00, verður Ferðatorgið 2004 formlega opnað í Vetrargarði Smáralindar en það er markaðstorg ferðaþjónustu landsmanna. Að ferðatorginu standa Ferðamálasamtök Íslands með stuðningi samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs Íslands og er það nú haldið í þriðja sinn. Innan Ferðamálasamtakanna eru átta landshlutafélög sem öll taka þátt í sýningunni. Ferðatorginu er ætlað að vera markaðstorg ferðaþjónustu á Íslandi þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta komið og kynnt sér þá fjölmörgu valmöguleika sem að er að finna á ævintýralandinu Íslandi. Skipulög dagskrá verður meira og minna alla helgina og er um að ræða atriði sem að koma úr öllum héruðum landsins. Skipulag og framkvæmd Ferðatorgsins 2003 er í höndum Sýninga ehf., KOM ehf. og Samskipta ehf. í samvinnu við Ferðamálasamtök Íslands. Auk þess hefur Smáralind stutt við bakið á þessu verkefni með góðu samstarfi. Dagskrá á Ferðatorgi 2004 Föstudagur 7. maí 16:00 Formleg opnun sýningarinnar.Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra opnar Ferðatorgið 2004 en ávörp flytja Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands.Hljómar úr Keflavík leika Skemmtidagskrá á Ferðatorginu Laugardagur 8. maí 12:30 Norðurland Eystra12:50 Nylon13:10 Kalli Bjarni Idolstjarna úr Grindavík13:30 Norðurland Vestra13:50 Tónlistaratriði úr tónlistarsafni Jóns Kr. Ólafsson Melódíur minninga Bíldudal 14:10 Arndís Ólöf Idol14:30 Nylon14:50 Suðurnes15:10 Norðurland Vestra15:30 Tónlistaratriði af Vestfjörðum15:50 Arndís Ólöf Idol16:10 Friðrik Ómar16:30 Söngatriði úr Reykjanesbæ16:50 Arndís Ólöf Idol17:10 Tónlistaratriði af Vestfjörðum Sunnudagur 9. maí 14:00 Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness14:20 Harmonikkuleikur að austan14:50 Suðurland15:10 Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness 15:30 Austurland15:50 Suðurland16:10 Kata syngur16:30 Sláttuvélun stomp slagverkshópur að austan16:50 Suðurland  
Lesa meira

Tæplega 2 milljónir gistinátta á síðasta ári

Út er komið ritið Gistiskýrslur 2003 þar sem birtar eru niðurstöður úr gistináttatalningu Hagstofu Íslands fyrir árið 2003. Þar kemur fram að gistinætur voru samtals 1.984.448 árið 2003 sem er 6,7% fjölgun frá árinu 2002. Gistinóttum fjölgaði milli áranna 2002 og 2003 á hótelum og gistiheimilum (8,6%), svefnpokagististöðum (25,4%), skálum í óbyggðum (10,7%), farfuglaheimilum (7,5%) og í orlofshúsabyggðum (0,5%). Gistinóttum fækkaði á heimagististöðum (-3,5%) og á tjaldsvæðum (-0,1%). Í frétt frá Hagstofunni segir að heimtur gistiskýrslna árið 2003 hafi verið góðar og voru til að mynda yfir 93% á hótelum og gistiheimilum alla mánuði ársins. Í heftinu eru niðurstöður talningarinnar birtar í töflum, myndum og yfirlitum en mun ítarlegra talnaefni er að finna á heimasíðu Hagstofunnar. Á prenti og NetinuGistiskýrslur eru hluti af ritröðinni Hagtíðindi sem Hagstofan gefur út og inniheldur alls 16 efnisflokka. Hagtíðindi er hægt að kaupa á prenti, bæði einstök hefti og í áskrift. Þá er hægt að skoða og hlaða niður Hagtíðindum á rafrænu formi (pdf) án endurgjalds á heimasíðu Hagstofunnar.  
Lesa meira

Gistinætur á hótelum í mars

Hagstofan hefur gefið út tölur um fjölda gistinátta á hótelum í marsmánuði síðastliðnum. Gistinóttum á hótelum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu um rúm 4%, en þær voru 48.546 árið 2004 miðað við 46.575 árið á undan. Á Austurlandi tvöfaldaðist fjöldi gistinátta á milli ára þegar þær fóru úr 991 í 2.023 í mars 2004. Á Suðurlandi og Norðurlandi fækkaði gistinóttum í marsmánuði. Á Suðurlandi fóru gistinæturnar úr 8.227 í 6.886 á milli ára og fækkaði þar með um 16%. Á Norðurlandi voru gistinæturnar 3.623 í mars 2004 en voru 4.172 árið 2003, sem er um 13% fækkun. Þar sem skil á gistiskýrslum hafa ekki verið nægjanlega góð á Vesturlandi er ekki hægt að birta tölur fyrir landsvæðin Suðurnes, Vesturland og Vestfirði (þessi landsvæði hafa verið dregin saman vegna of fárra gististaða í hverjum landshluta fyrir sig). Af sömu ástæðu er ekki hægt að birta heildartölur fyrir landið fyrir mars 2004.  
Lesa meira