Ánægja með NOW

Nordic Overseas Workshop ferðakaupstefnan, eða NOW 2004,  sem haldin var á Nordica Hótel í Reykjavík fyrr í vikunni, þótti takast með ágætum. Markmiðið NOW er að stuðla að auknum ferðamannastraumi frá fjarlægum heimshornum til Norðurlandanna með því að leiða saman ferðaþjónustuaðila (suppliers) á Norðurlöndum og ferðaskipuleggjendur (buyers) frá mörkuðum í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu.

 NOW er samstarfsverkefni norrænu ferðamálaráðanna og flugfélaganna Flugleiða og SAS. Þetta var fimmta og jafnframt síðast NOW kaupstefnan í þessari umferð en áður höfðu Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar haldið hana. Á sjöunda tug kaupenda mættu á NOW að þessu sinni og um 80 ferðaþjónustuaðilar kynntu þeim starfsemi sína á stuttum fundum sem búið var að skipuleggja fyrirfram. Auk þess voru settar upp skoðunarferðir og önnur skemmtidagskrá í tengslum við kaupstefnuna.

 Skoða myndir frá NOW 2004

 


Athugasemdir