Fara í efni

Tækifæri ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi – Upptaka

Upptaka frá morgunfundi  sem Ferðamálastofa í samstarfi við Íslenska ferðaklasann bauð til um stöðu ferðaþjónustunnar í stafrænum heimi. Fundurinn var haldinn í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 2. maí kl. 8:30-11:30.

 

Með fundinum vildu Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn leggja sitt að mörkum til að vekja umræðu og gera íslenska ferðaþjónustu meðvitaða um þær öru tæknibreytingar sem eru að verða í heimi ferðaþjónustunnar. Þar koma m.a. við sögu síaukin samþætting snjalltækja við daglegt líf okkar, kröfur um hraðari þjónustu og betra aðgengi að upplýsingum.

Þekktur alþjóðlegur fyrirlesari

Meðal fyrirlesara á fundinum var Bandaríkjamaðurinn Doug Lansky. Hann er vinsæll höfundur ferðabóka, ásamt því að vera eftirsóttur alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum. Doug hefur ferðast um heiminn mörg undanfarin ár og greint frá upplifunum sínum með gamansömum hætti í blaða- og tímaritsgreinum undir nafninu Vagabond, sem birst hafa í ýmsum blöðum sem margir kannast eflaust við.

Dagskrá:

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, setur málþingið
  • Fjórða iðnbyltingin og ferðaþjónusta
    Bárður Örn Gunnarsson, eigandi Svartatinds
  • Verðmætir ferðamenn eru úti að aka
    Soffía Krístin Þórðardóttir, forstöðumaður Ferðalausna Origo

  • Arctic Adventures: Rekstur í stafrænu umhverfi
    Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures

  • Smarter Roadmap to Manage Tourism
    Doug Lansky, höfundur ferðabóka, alþjóðlegur fyrirlesari og ráðgjafi í ferðamálum

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, stýrði fundinum.

Á morgunfundinum voru einnig nokkur tæknifyrirtæki í ferðaþjónustu sem kynntu starfsemi sína. Þau voru, Circular SolutionsHótelráðgjöfSmartguideTraveladeTripCreatorBorgunOrigo og GoDo – Ferðavefir.is