Fara í efni

Hæfnikröfur þjónustufulltrúa í upplýsingamiðstöð

Hæfnikröfur þjónustufulltrúa í upplýsingamiðstöð

 

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur að beiðni Ferðamálastofu greint hæfnikröfur þjónustufulltrúa í upplýsingamiðstöð. Greiningin var unnin í október og nóvember 2017 í samstarfi við Austurbrú, Markaðsstofu Reykjaness og starfsfólk fjölmargra upplýsingamiðstöðva og gestastofa um land allt.

Starfaprófíll birtur

Niðurstaða hæfnigreiningar kallast starfsprófíll og inniheldur hann:
• Stutta skilgreiningu á starfinu.
• Lista yfir helstu viðfangsefni starfsins.
• Önnur mikilvæg atriði (ef við á).
• Listi yfir þá hæfniþætti sem mikilvægastir eru til að starfið sé innt af hendi á árangursríkan hátt ásamt lýsingu á hæfninni á viðeigandi þrepi.

Starfaprófíll dregur því fram um hvaða starf er að ræða og hvaða hæfni þarf til að sinna því.
Til að undirbúa starfsfólk fyrir viðkomandi starf er hægt að byggja nám á þeim hæfnikröfum sem þar er lýst og einnig geta starfaprófílar nýst sem grunnur að viðmiðum við raunfærnimat.

Þrep hæfniþáttanna gefur til kynna hvar nám til undirbúnings starfinu mundi flokkast í viðmiðaramma um íslenska menntun.

Starfaprófílinn er hægt að nálgast á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.