Fara í efni

Viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu…
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu áætlunina.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri undirrituðu á dögunum viðbragðsáætlun ferðaþjónustunnar vegna náttúruvár. Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, ákvað snemma árs að unnið skyldi að gerð samræmdrar viðbragðsáætlunar stjórnvalda vegna ferðaþjónustu á hættu- og neyðartímum. Ferðamálastofu var falið að sjá um verkefnið, enda skyldi ferðamálastjóri vera fulltrúi ferðaþjónustunnar í Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna á neyðartímum.

Verkinu er nú lokið og fólst aðallega í að safna upplýsingum og skjalfesta þá ágætu vinnu, sem innt hefur verið af hendi varðandi ferðaþjónustuna, þegar hætta hefur steðjað að. Viðbragðsáætlunin er vistuð á vef Ferðamálastofu og einnig á vefsíðu Almannavarna.

Í inngangi eru talin upp helstu verkefni, þ.e.:

  1. Forsíða áætlunarTryggja framkvæmd ákvarðana Samhæfingarstöðvar (SST).
  2. Tryggja öryggi ferðamanna á Íslandi.
  3. Lágmarka áhrif á samgöngur innanlands.
  4. Lágmarka áhrif neyðarvár á för ferðamanna til og frá Íslandi.
  5. Vinna að upplýsingaflæði til ferðaþjónustuaðila frá SST.
  6. Vinna að upplýsingaflæði frá ferðaþjónustuaðilum til SST.
  7. Upplýsa ferðamenn og veita nauðsynlegan stuðning við þá sem eru strandaglópar.
  8. Lágmarka áhrif neyðarvár á ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.

Áætlunin í heild er aðgengileg hér að neðan: