Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Suðurlands birt

Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Markaðsstofa Suðurlands hefur birt Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Áætlunin tekur tillit til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Hún var unnin í samstarfi við hagsmunaaðila á Suðurlandi. 

Suðurlandi skipt í þrjú svæði

Í markaðsgreiningu sem Markaðsstofa Suðurlands lét gera árið 2016 var dregin fram þrískipting svæða á Suðurlandi; Vestursvæði, Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar, og Ríki Vatnajökuls. Notast var við þessa svæðaskiptingu í áfangastaðaáætluninni. Vestursvæði er samansett af sveitarfélögum innan Árnessýslu ásamt Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Katla jarðvangur & Vestmannayejar eru Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar. Ríki Vatnajökuls er Sveitarfélagið Hornafjöður. Gerð var ein áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland í heild sinni og þrjár aðgerðaráætlanir, ein fyrir hvert svæði.

Kynning á áfangastaðaáætlunum

Helstu niðurstöður áfangastaðaáætlana verða kynntar á fundi Ferðamálastofu á Hótel Sögu 15. nóvember næstkomandi kl. 13-16. Skráning á fundinn er hér, en honum verður einnig streymt á netinu.