Fara í efni

IcelandTravelTech - Stafræn framtíð ferðaþjónustu - Upptökur

IcelandTravelTech - Stafræn framtíð ferðaþjónustu - Upptökur

 

Hvað græði ég á tækni? Hvernig aukum við arðsemi með nýsköpun? Hvað getur ferðaþjónusta lært af Kísildalnum? Getur tæknin einfaldað líf þitt? Hvaða tækifæri felast í aukinni upplýsingatækni fyrir ferðaþjónustu? Þessum spurningum var leitast við að svara á ráðstefnu 29. nóvember sem skipulögð var af þróunarhópi nýsköpunar og tækni hjá Ferðaklasanum í samstarfi við Ferðamálastofu.

Á ráðstefnunni deildu þau Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Travelade, Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður ferðalausna hjá Origo Ísland og Arnar Laufdal Ólafsson, framkvæmdastjóri Kaptio, reynslu sinni og þekkingu í áhugaverðum fyrirlestrum.

Sjö tæknifyrirtæki í ferðaþjónustu héldu að því loknu tveggja mínútna örkynningu á þjónustu sinni eða vöru. 

Að loknum örerindum settust Andri, Soffía, Arnar, Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir frá Reykjavik Excursions / Kynnisferdir og Hjalti Baldursson framkvæmdastjóri hjá Bókun í pallborð. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ávarpaði einni ráðstefnuna sem fram fór í höfuðstöðvum Arion Banka.