Fara í efni

Úttekt á arðsemi í hótelrekstri

Úttekt á arðsemi í hótelrekstri

KPMG kynnti í vikunni úttekt sína á arðsemi í hótelrekstri á Íslandi. Niðurstöðurnar hafa einnig verið gefnar út í skýrslu sem er öllum aðgengileg.

Betri nýting á landsbyggðinni

Meðal þess sem fram kemur í úttektinni er að arðsemi hótelrekstrar hefur verið betri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár þó margt bendi til að afkoman fari batnandi á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að merkja að dregið hefur úr árstíðarsveiflum en þar er enn mikið verk óunnið sérstaklega á landsbyggðinni.

Í skýrslunni kemur fram að framboð hótelherbergja hefur aukist umtalsvert á síðustu 5 árum en þó ekki í takt við vöxt í fjölda ferðamanna. Hlutfallsleg framboðsaukning hótelherbergja var mismun andi eftir landshlutum en á Vestfjörðum var mesta aukningin þar sem stök verk efni höfðu mikil áhrif á heildarframboð. Þrátt fyrir mikla framboðsaukningu hefur nýtingarhlutfall hækkað í öllum landshlutum.

Lækkandi nýtingarhlutfall framundan?

Miðað við þau verkefni sem vitað er af segir KPM að gera megi ráð fyrir töluverðri framboðs aukningu á komandi árum. Nýtingarhlutfall hótela mun lækka á næstu árum ef spár um fjölgun ferðamanna og tölur um fjárfestingar í nýjum hótelum reynast réttar, segir í skýrslunni.

Aukinnar menntunar þörf

Ákveðin hættumerki leynast í þessari aukningu að mati KPMG þar sem tölfræði um menntun starfsfólks í námi sem nýtist í hótelstarfsemi gefa til kynna að lítil fjölgun virðist hafa átt sér stað. Sú þróun getur komið til með að bitna á þjónustu hótela og ánægju þeirra gesta sem sækja Ísland heim. Rekstraraðilar virðast meðvitaðir um að auka þurfi hæfni starfsmanna eins og fram kemur í könnun sem KPMG gerði meðal þeirra.

Skýrslan í heild:
Hótelgeirinn á Íslandi - Úttekt um arðsemi í hótelrekstri á Íslandi