Fara í efni

RED bílaleiga í VAKANN

Kristján Daníelsson, Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir og Garðar Sævarsson, með viðurkenningu VAKANS.
Kristján Daníelsson, Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir og Garðar Sævarsson, með viðurkenningu VAKANS.

RED bílaleiga er nýjasti liðmaður VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Þótt fyrirtækið sé ungt að árum standa að því aðilar með mikla reynslu í greininni.

Hluti af öflugri heild

RED bílaleiga er hluti af öflugri heild þar sem saman koma Kynnisferðir og Reykjavík Excursions. Saga þeirra nær aftur til ársins 1968 og eru þau í dag meðal stærstu fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu. Reykjavik Excursions býður meðal annars upp á dagsferðir frá Reykjavík auk þess að vera alhliða ferðaskrifstofa á innlendum markaði og Kynnisferðir sem sjá um allan akstur fyrir RE. Einnig sjá Kynnisferðir um rekstur Flugrútunnar og City Sightseeing rútunnar sem býður upp á skoðunarferðir um Reykjavík.

Öll fyrirtækin í VAKANUM

Í ágúst í fyrra urðu Kynnisferðir og Reykjavik Excursions þátttakendur í VAKANUM og því eru öll þrjú fyrirtæki samstæðunnar orðnir þátttakendur, sem er sérlega glæsilegur árangur.

Bílar af öllum gerðum

RED bílaleigan er með afgreiðslur bæði á Keflavíkurflugvelli og Umferðarmiðstöðinni BSÍ. Bílaflotinn hefur stækkað ört en kappkostað er að bjóða aðeins upp á nýja bíla af öllum gerðum, allt frá smæstu fólksbílum til öflugra lúxusbíla.

Við óskum RED Bílaleigu til hamingju og bjóðum hana velkomna í VAKANN!