Fara í efni

20 ár frá opnun starfsstöðvar á Akureyri

Starfsstöðin á Akureyri er til húsa að Hafnarstræti 91, KEA-húsinu.
Starfsstöðin á Akureyri er til húsa að Hafnarstræti 91, KEA-húsinu.

Starfsstöð Ferðamálastofu á Akureyri fagnar 20 ára afmæli í dag en hún var opnuð 8. apríl árið 1994.

Innanlandsmálum gefinn meiri gaumur

„Með opnun skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri verður í vaxandi mæli lögð áhersla á þann þátt ferðamála er snýr að Íslandi. Við munum gefa innanlandsmálunum meiri gaum en verið hefur, þetta er gert til að marka skýrari skil en verið hefur í starfsemi Ferðamálaráðs," hafði Morgunblaðið eftir Halldóri Blöndal samgönguráðherra, þegar hann opnaði skrifstofuna með formlegum hætti.

Mikið framfaraspor

Í fréttinni er einnig haft eftir Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra að auk meira vægis innanlandsmála væri einnig verið að auka verkefni ráðsins í heild í kjölfar fleiri verkefna sem sinnt yrði frá skrifstofunni á Akureyri. Það væri því mikið framfaraspor sem stigið hefði verið með opnuninni.

Sinna fjölþættum verkefnum

Helga Haraldsdóttir var ráðin til að veita skrifstofunni forstöðu og gegndi starfinu til ársins 1998 þegar Elías Bj. Gíslason, núverandi forstöðumaður, tók við. Lengst af var starfsemin til húsa í Strandgötu 29, eða allt þar til fyrr á þessu ári er flutt var í Hafnarstræti 91, KEA-húsið. Í dag eru starfsmenn á Akureyri 5 talsins og sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði lögræði og leyfismála, gæðamála, útgáfu- og upplýsingamála ofl.

Myndin og fréttin hér að neðan birtist í Dagblaðinu DEGI á Akureyri 12. apríl 1994 í tilefni af opnun skrifstofunnar fyrir 20. árum.

Opnun á Akureyri