Fréttir

Grímur Sæmundsen kjörinn formaður SAF

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, var kjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), á aðalfundi samtakanna í dag. Grímur fékk 55% atkvæða, en mótframbjóðandi hans Þórir Garðarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions-Allrahanda, 45% atkvæða.
Lesa meira

20 ár frá opnun starfsstöðvar á Akureyri

Starfsstöð Ferðamálastofu á Akureyri fagnar 20 ára afmæli í dag en hún var opnuð 8. apríl árið 1994.
Lesa meira

30 upplýsingaskjáir fyrir ferðamenn

Nýtt skjáupplýsingakerfi Safetravel hefur verið tekið í notkun en setja á upp skjái á allt að 30 helstu viðkomustöðum ferðamanna víðsvegar um landið. Upplýsingagjöf til ferðamanna sé eitt mikilvægasta tækið þegar kemur að forvörnum, sérstaklega í landi eins og Íslandi þar sem veður breytast hratt og náttúran spilar stærri þátt í ferðalaginu en víða annarsstaðar.
Lesa meira

Aðalfundur SAF 2014 – Til móts við nýja tíma

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 10. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskriftin er: Til móts við nýja tíma – ferðaþjónusta og samfélag.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í febrúar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í febrúar. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Áhyggjur af fyrirhugaðri gjaldtöku landeigenda

Markaðsstofa Norðurlands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra aðgerða landeigenda í Reykjahlíð í Mývatnssveit.
Lesa meira

Ferðamál ráðgjafarstofa tíu ára

Ferðamál ráðgjafarstofa er meðal fyrirtækja sem veitir íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum ráðgjöf í markaðs- og kynningarmálum en fyrirtækið hefur starfað frá árinu 2004 og fagnar því tíu ára afmæli um þessar mundir.
Lesa meira

66 þúsund ferðamenn í mars

Um 66 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum mars samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.300 fleiri en í mars á síðasta ári. Um er að ræða 35,3% fjölgun ferðamanna í mars milli ára. Ferðamannaárið fer því óvenju vel af stað en fyrr á árinu hefur Ferðamálastofa birt fréttir um 40,1% aukningu milli ára í janúar og 31,2% aukningu í febrúar.
Lesa meira