Fara í efni

Ferðamenn í júlí 112 þúsund

Ferðamenn í júlí
Ferðamenn í júlí

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fór 112.121 erlendur ferðamaður frá landinu í júlí síðastliðnum um Leifsstöð eða um 14 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aldrei hafa jafnmargir ferðamenn komið til landsins í einum mánuði, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð árið 2002.

Aukning milli ára 14,7%
Ferðamenn í júlí í ár voru 14,7% fleiri en í júlí árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlímánuði á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá 9,6% aukningu milli ára að jafnaði frá árinu 2002.

Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ríflega fjórðungur ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Þýskalandi (13,8%) og Bandaríkjunum (13,3%). Ferðamenn frá Bretlandi (7,6%), Frakklandi (7,5%), Danmörku (7,3%), Noregi (6,0%) og Svíþjóð (5,6%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru framangreindar sjö þjóðir 61,1% ferðamanna í júlímánuði.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Þjóðverjum mest í júlí, þannig komu tæplega þrjú þúsund fleiri Þjóðverjar í ár en fyrra. Þar á eftir fylgdu Bretar, Bandaríkjamenn og Svíar sem voru um 1400 fleiri hver þjóð í júlí. Norðmönnum fjölgaði ennfremur umtalsvert eða um 1100 og Ítölum um 900. Ferðamönnum frá öðrum þjóðum fjölgaði mun minna.

Ferðamönnum fjölgaði frá öllum mörkuðum
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í júlí. Hlutfallslega varð mest aukning frá Bretlandi (20,5%) og frá löndum sem flokkast undir aðra markaði (20,7%). Þar á eftir fylgdu Mið- og Suður-Evrópa (15,4%), Norðurlöndin (12,3%) og N-Ameríka (6,7%).

Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hafa 357.006 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 52 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 17,2% milli ára. Hlutfallsleg aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, mest frá Bretlandi eða 38,6%, löndum sem falla undir aðra markaði (21,4%)  og N-Ameríku (20,6%). Aukning frá Mið- og Suður Evrópu hefur verið heldur minni eða 10,5% og sama má segja um Norðurlöndin með 7,8% aukningu.

Ferðir Íslendinga utan
Um 35 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum, 7,5% fleiri en í júlí á árinu 2011. Frá áramótum hafa 205.881 Íslendingar farið utan, 5,5% fleiri en árinu áður en þá fóru um 195 þúsund utan á sama tímabili.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Júlí eftir þjóðernum Janúar - júlí eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 13.545 14.960 1.415 10,4   Bandaríkin 43.079 53.443 10.364 24,1
Bretland 7.059 8.506 1.447 20,5   Bretland 38.794 53.758 14.964 38,6
Danmörk 7.996 8.167 171 2,1   Danmörk 24.444 24.113 -331 -1,4
Finnland 2.318 2.198 -120 -5,2   Finnland 6.980 8.020 1.040 14,9
Frakkland 7.945 8.454 509 6,4   Frakkland 19.765 21.863 2.098 10,6
Holland 3.398 3.841 443 13,0   Holland 11.589 12.459 870 7,5
Ítalía 2.260 3.176 916 40,5   Ítalía 5.006 6.122 1.116 22,3
Japan 543 589 46 8,5   Japan 3.757 4.955 1.198 31,9
Kanada 3.332 3.048 -284 -8,5   Kanada 9.445 9.886 441 4,7
Kína 1.544 2.408 864 56,0   Kína 4.643 7.097 2.454 52,9
Noregur 5.552 6.686 1.134 20,4   Noregur 24.008 28.031 4.023 16,8
Pólland 2.839 2.957 118 4,2   Pólland 8.723