Fara í efni

Fréttatilkynning frá Samtökum ferðaþjónustunnar

gisitng
gisitng

Eins og fram hefur komið í fréttum stendur til að virðisaukaskattur á gistingu verði hækkaður úr 7% í 25,5%. Samtök ferðaþjónustunnar sendu í dag frá sér fréttatilkynningu vegna þessa.

Jafnframt sendu samtökin hlekk á töflu þar sem sjá má samanburð á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu í Evrópu.

Fréttatilkynning:

FÁDÆMA ÓVIRÐING VIÐ GREININA

Fundur fjármálaráðherra með fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í gær um hugmyndir ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25.5%, olli miklum vonbrigðum og ljóst að mönnum var full alvara að veita ferðaþjónustunni þetta rothögg.  Fulltrúar SAF hlustuðu agndofa á fjármálaráðherra segja eðlilegt að greinin taki á sig 17.3% verðhækkun þar sem hún sé á uppleið.

Fjármálaráðherra sýndi ferðaþjónustunni og starfsfólki hennar fádæma óvirðingu í fréttum Sjónavarps í gærkvöldi þegar hún sagði neðra þrep virðisaukaskatt vera ríkisstyrk. 

29 þjóðir af 32 í Evrópu eru með gistinguna í neðra þrepi virðisaukaskatts.  Þær þjóðir kalla það ekki ríkisstyrk, þær gera það til þess að ferðaþjónustan dafni og færi meiri tekjur í þjóðarbú.   Þar mega atvinnugreinar dafna.  Þjóðverjar lækkuðu t.d. virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% þegar fór að kreppa að í Evrópu í þessu skyni.

Samtök ferðaþjónustunnar hvetja ríkisstjórnina til að hætta alfarið við þessa fáránlegu hugmynd og leyfa ferðaþjónustunni að dafna, öllum til góðs.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Gunnarsson, formaður SAF
Sími: 899-6113

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF
Sími:  511-8000 og 822-0057

Mynd: Reykjavíkurtjörn / Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com