Fara í efni

Fróðleg erindi um viðisaukaskatt og ferðaþjónustu

Virðisaukaskattur
Virðisaukaskattur

Í dag gekkst KPMG fyrir fundi þar sem flutt voru fróðleg erindi um virðisaukaskatt og ferðaþjónustu. Innan ferðaþjónustunnar gilda flóknar reglur um virðisaukaskatt og misjafnt hvort aðilar innan hennar eru í virðisaukaumhverfi eða ekki. Einnig er þjónusta seld í báðum þrepum virðisaukaskatts.

Soffía Eydís Björgvinsdóttir fór stuttlega yfir þessar reglur og helstu álitaefni um virðisaukaskatt í ferðaþjónustu. Þá kynnti Alexander G. Eðvardsson niðurstöður könnunar KPMG á þeim miklu áhrifum sem fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á gistingu mun að hans mati hafa. Glærur frá erindum þeirra beggja má nálgast á vef KPMG.