Fara í efni

Áætlunarflug á milli Íslands og Rússlands í fyrsta sinn

st petersborg
st petersborg

St. Pétursborg er meðal þriggja nýrra áfangastaða sem Icelandair hefur tilkynnt að flogið verði til næsta sumar. Þar með verður í fyrsta sinn í boði áætlunarflug á milli Rússlands og Íslands og því um viss tímamót að ræða. Hinir tveir nýju áfangastaðirnir eru Anchorage í Alaska og Zurich í Sviss.

Flugið til St. Pétursborgar hefst 1. júní og flogið verður tvisvar í viku til 17. september. Flugið tekur 4 klukkustundir, lennt er á Íslandi að morgni sem gefur kost á tengiflugi áfram vestur um haf.

Flugið til Zurich verður tvisvar í viku frá 1. júní til 14. september. Sama er með Anchorage í Alaska. Þangað verður einnig flogið tvisvar í viku, frá 15. maí til 15. september. Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna að flatarmáli og hefur beint áætlubarflug ekki áður veðir í boði til og frá Íslandi. Í frétt frá Icelandair kemur fram að unnið er að frágangi heildaráætlunar Icelandair fyrir árið 2013 og verður hún kynnt á næstunni.

Mynd: Frá St. Pétursborg / saint-petersburg.com