Fréttir

Golf Iceland: Kynning erlendis enn mikilvægari en áður

Aðalfundur samtakanna Golf Iceland var haldinn fyrir skömmu. Meginverkefni samtakanna, sem voru stofnuð fyrir þremur árum, er kynning á íslensku golfi gagnvart erlendum kylfingum og söluaðilum golfferða. Verðmætar heimsóknir fjölmiðla og söluaðilaÍ skýrslu stjórnar kom fram að á árinu 2010 var í kynningarstarfinu sérstök áhersla lögð á samskipti við erlenda fjölmiðla og söluaðila. Sérstök boðsferð var skipulögð í lok júní. Á árinu komu alls 43 sérhæfðir fjölmiðlamenn frá 11 löndum, sem hafa síðan í vetur birt greinar og annars konar umfjöllun um heimsókn sína hingað og upplifun af landi og golfvöllum. Þá komu hingað á vegum Golf Iceland 15 fulltrúar sérhæfðra erlendra söluaðila golfferða. Golfferðir til Íslands eru nú árið 2011 í boði hjá fleiri söluaðilum en nokkru sinni fyrr. Kynning erlendis enn mikilvægari en áðurÁ fundinum voru lagðar línur um meginþætti í starfseminni til næstu missera. Stjórnin lagði fram umræðupunkta sem síðan voru ræddir í hópvinnu fundarmanna. Meðal niðurstaðna var að í ljósi þess að ákveðin teikn eru talin á lofti um minni ferðalög Íslendinga um eigið land, vegna aukins kostnaðar og þar með minni viðskipti við golfvelli utan heimabyggðar, þá sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma íslenskum golfvöllum á framfæri við erlenda söluaðila og kylfinga sem sækja okkur heim. Stjórnin endurkjörinMeðlimir samtakanna eru nú 23. Tólf golfklúbbar sem reka alls 14 golfvelli og níu ferðaþjónustufyrirtæki auk Ferðamálastofu og GSÍ. Stjórn samtakanna var öll endurkjörin en í henni eiga sæti: Magnús Oddsson GR, Bergþór Karlsson Bílaleigu Akureyrar, Helgi Bragason GV, Þorvarður Guðlaugsson Icelandair og Hörður Þorsteinsson GSÍ. Í varastjórn sitja: Bergljót Lóa Þorsteinsdóttir Icelandair Hotels, Bergsteinn Hjörleifsson Keili og Sjöfn Kjartansdóttir Island Pro Travel.  
Lesa meira

Gistinóttum hótela fjölgaði um 1,5% í mars

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í mars síðastliðnum. Tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum fjölgaði um tæp 1,5% í mars  Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 96.900 en voru 95.400 í sama mánuði árið 2010. Gistinætur erlendra gesta voru um 71% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í mars en gistinóttum þeirra fækkar 1% á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgar um 10% samanborið við mars 2010. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og á Norðurlandi. Á höfðuborgarsvæðinu voru 72.600 gistinætur í mars sem er 4% aukning frá fyrra ári. Gistinætur á Suðurnesjum voru 4.400 í mars sem er 25% aukning frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum úr 1.800 í 2.100 eða um 17% samanborið við mars 2010. Á Austurlandi var fjöldi gistinátta svipaður milli ára eða um 1.900. Gistinætur á Norðurlandi voru 5.300 í mars og fækkaði um 5% milli ára. Á Suðurlandi voru gistinætur 10.600 og fækkaði þeim um 17% milli ára. Tæp 2% fjölgun fyrstu þrjá mánuði ársinsGistinætur fyrstu þrjá mánuði ársins voru 232.400 en voru 228.000 á sama tímabili 2010. Fjölgunin er tæp 2%. Gistinóttum fjölgaði á Austurlandi um 20%, Suðurnesjum um 15% og 3% á höfuðborgarsvæðinu. Gistinætur voru svipaðar milli ára á Suðurlandi en annars staðar var fækkun, mest á Norðurlandi samanborið við fyrsta ársfjórðung 2010. Fyrstu þrjá mánuði ársins fjölgar gistinóttum Íslendinga sem og erlendra gesta um 2% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2010.
Lesa meira

Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar 2011-2020 samþykkt

Borgarstjórn samþykkti einróma Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020 á fundi sínum í gær. Enn fremur var samþykkt tillaga borgarstjóra að hafinn skuli undirbúningur að útfærslu og framkvæmd lykilaðgerða Ferðamálastefnunnar. Markmiðið er að efla borgina sem áfangastað ferðamanna utan háannatíma samhliða því að Ráðstefnuborgin Reykjavík verði sett í forgrunn. Um er að ræða fjórar lykilaðgerðir: Samstarfsverkefni til þriggja ára um vöruþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu í Reykjavík. Stofnun Borgarhátíðasjóðs sem hafi það að markmiði að efla viðburðadagatal Reykjavíkur, styrkja rekstrargrundvöll og auka kynningargildi ýmissa árvissra viðburða fyrir ferðaþjónustu í Reykjavík. Samstarfsverkefni til þriggja ára um víðtæka kynningu á Reykjavík sem aðlaðandi áfangastaðar utan háanna tíma. Samstarfsverkefni um að styrkja Reykjavík í sessi sem eftirsótta ráðstefnuborg og vettvang alþjóðlegra viðburða. Nánar á reykjavik.is
Lesa meira

Fjármunir í framkvæmdir á ferðamananstöðum

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að veita 41,9 milljónum til brýnna framkvæmda nú í vor og sumar á friðlýstum svæðum sem jafnframt eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að síðastliðnu ári hafi spunnist miklar umræður um hnignandi ástand fjölmargra fjölsóttra ferðamannastaða. „Umhverfisráðuneytið óskaði þá eftir sérstakri úttekt á þeim svæðum sem Umhverfisstofnun taldi að verst stæðu og þar sem brýnt væri að bregðast við með aðgerðum.“ Í skýrslunni er ástandi svæðanna lýst ásamt brýnustu aðgerðum til að viðhalda verndargildi þeirra og tryggja öryggi ferðamanna sem á svæðin koma. „Í ljósi stóraukningar í fjölda ferðamanna var ákveðið að ráðast strax í aðgerðir á árinu 2011 til að sinna brýnustu verkefnum á rauðlistuðum svæðum. Fyrir fjárveitingu ríkisstjórnarinnar á þessu ári verður unnið að verkefnum við Gullfoss, Geysi í Haukadal, friðlandið í Dyrhólaey, Friðland að Fjallabaki, náttúruvættið á Hveravöllum og náttúruvættið í Surtarbrandsgili.“ Þá segir að helstu verkefni sem unnið verður að á næstu mánuðum eru göngustígar, stikun gönguleiða, útsýnispallar, öryggisgirðingar, merkingar, fræðsluskilti, viðvörunarskilti, gróðurbætur og eftirlit.
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl

Rúmlega 143 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársþriðjungi, fóru rúmlega 452 þúsund farþegar um völlinn sem er 23,3% aukning sé miðað við sama tímabil í fyrra. Fjölgunin í apríl er veruleg eða tæp 56%. Það á sér að sjálfsögðu skýringu í því að í apríl í fyrra gaus Eyjafjallajökull og var Keflavíkurflugvöllur þá lokaður langtímum saman. Þá fellur páskaumferðin nú til í apríl en var að hluta til í mars í fyrra. Til samanburðar má líta aftur til ársins 2008, þegar páskar voru einnig í apríl, en þá fóru tæplega 138 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Þá höfðu 516 þúsund farþegar farið um völlinn frá áramótum, eða nokkru fleiri en nú. Verið er að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir apríl en í þeim má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni.   April.11. YTD Apri. 10. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 59.186 192.799 40.787 162.172 45,11% 18,89% Hingað: 60.946 189.647 40.046 156.854 52,19% 20,91% Áfram: 1.231 6.311 1.395 6.467 -11,76% -2,41% Skipti. 21.721 63.448 9.605 41.226 136,14% 53,90%   143.084 452.205 91.833 366.719 55,81% 23,31%
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Ferðamálastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík gangast fyrir námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva þriðjudaginn 7 júní og hefst það um hádegisbil. Ferðamálastofa hefur haldið námskeið sem þetta árlega frá 1993. Ferðakostnaður greiddurTil að jafna kostnað á milli upplýsingamiðstöðva mun Ferðamálstofa greiða fyrir ferðakostnað þátttakanda sem koma lengra að (hafa samband við Elías 535 5510), annar kostnaður verður greiddur af viðkomandi upplýsingamiðstöð. Dagskráin miðast við að sem flestir þátttakendur geti nýtt flug fram og til baka samdægurs. SkráningEndilega tilkynnið þátttöku sem fyrst og í síðasta lagi á hádegi 6. júní. Skráning fer fram hér á vefnum.  
Lesa meira