Fréttir

Þjóðfundur um framkvæmd Ferðamálastefnu 2011-2020

Þjóðfundur um framkvæmd Ferðamálastefnu 2011-2020 verður haldinn í Reykjavík í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Íslands. Fundurinn fer fram í Nauthóli í Nauthólsvík, fimmtudaginn 28.apríl 2011. Yfirskrift fundarins er „Hvert ætlum við og hvernig komust við þangað?“ og verður hann haldinn á milli kl 14 og 18. Á fundinum verður unnið í hópum með þjóðfundarskipulagi. Ferðamálastefnan er lögð til grundvallar og sjónum einkum beint að vöruþróun, innviðum, samvinnu og samstarfi innan landshluta og milli fyrirtækja. Til fundarins er sérstaklega boðið fulltrúum þeirra stofnana sem fara með ferðamálin auk fólks sem starfar í ferðþjónustufyrirtækjum. Nánari upplýsingar og skráning á vef Ferðamálasamtaka Íslands, www.ferdamalasamtok.is Fyrir hádegi: Kl. 10.15 -11:30 Fyrirlestur um pakkagerð í ferðaþjónustunni, nánar auglýst síðar Í hádeginu: Kl. 11:30 – 13:30 Aðalfundarstörf Ferðamálasamtaka Íslands yfir hádegisverði á staðnum Eftir hádegi: Kl. 14-18 Ferðamálaáætlun 2011-2020 kynnt Kl. 18:00 – 19:30 Ferðamálasamtök Höfuðborgarsvæðisins skipuleggja skemmtilega rútuferð um svæðið. Endað á veitingastað í miðborginni, þar sem þeir sem hafa tök á borða saman
Lesa meira

Hestadagar í Reykjavík

Tvær greinar umhestadaga í Reykjavík: http://hest.no/artikkel.html?news.nid=8479 http://www.hest.no/blogg/?bid=2&blid=789391
Lesa meira

Gistinóttum í febrúar fjölgaði um 3%

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í febrúar síðastliðnum. Tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 80.400 en voru 77.800 í sama mánuði árið 2010. Þetta er fjölgun upp á 3%. Gistinætur erlendra gesta voru um 76% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í febrúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 5% á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 2% samanborið við febrúar 2010. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi og samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða. Á höfðuborgarsvæðinu voru 60.500 gistinætur í febrúar sem er 3% aukning frá fyrra ári. Á Suðurlandi voru 10.100 gistinætur sem er 25% aukning samanborið við febrúar 2010. Gistinætur á Suðurnesjum voru 3.900 í febrúar sem er 15% aukning frá fyrra ári og á Austurlandi var fjöldi gistinátta 1.000 samanborið við 700 í febrúar 2010. Gistinætur á Norðurlandi voru 3.700 í febrúar og fækkaði um 33%. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 1.200 gistinætur í febrúar samanborið við 1.600 í febrúar á síðasta ári.  
Lesa meira

Uppbygging og skipulag ferðamannastaða

Ferðamálastofa boðar til málþings fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi á Grandhótel. Til umræðu verður uppbygging og skipulag ferðamannastaða.  Meðal  fyrirlesara verður Audun Pettersen frá Innovasjon Norge og einnig hópur innlendra fyrirlesara með þekkingu á málaflokknum. Málþingið heft  kl. 08:30 og lýkur kl. 11:30. Síðasta klukkutímann mun Sævar  Kristinsson ráðgjafi hjá Netspori, stjórna umræðuhópum (Heimskaffi). Sent út á InternetinuHægt verður að fylgjast með málþinginu á Internetinu. Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja fylgjast með málþinginu eru hér í PDF skjali. Opna leiðbeiningar Slóðin fyrir útsendinguna er: http://get.netviewer.thekking.is/home/men745836nv64 Ath: slóðin verður ekki virk fyrr en fundurinn byrjar Enn sem komið er virkar þetta einungis fyrir PC vélar en ekki MAC Dagskrá: 08:30 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri Setning 08:40 Audun Pettersen, sviðsstjóri,  Innovation Norway Uppbygging ferðamannastaða í Noregi " White Book"   09:05 Edward Huijbens, forstöðumaður RMF Kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar 09:15 Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt  Menningarstefna í mannvirkjagerð og mikilvægi góðs undirbúnings  09:25 Kaffiveitingar   09:40 Sigrún Birgisdóttir, arkitekt  Vatnavinir Vestfjarða - staðarmótun  Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt Sjávarþorpið Suðureyri - kortlagning og framtíðarsýn  09:50 Oddur Hermannsson, landslagsarkitekt  Hönnun trappna og útsýnispalls við Seljalandsfoss og Skógafoss Hreinn Óskarsson, skógarvörður Uppbygging útivistarsvæðis með aðgengi fyrir alla - Þjórsárdalsskógur  10:00 Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt Viðmið fyrir skipulag vistvænna ferðamannastaða Egill Guðmundsson, arkitekt  Vistvæn þjónustuhús  10:10 Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt  Í samspili við náttúruna10:15 Anna G. Sverrisdóttir, ráðgjafi Framsýni og fagmennska, langtímahugsun skilar arði10:25 Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt Vandaðir ferðamannastaðir- hvað þarf að gera?  10:30 Vinnufundur ( heimskaffi ) undir stjórn Sævars Kristinssonar    11:30 Samantekt og áætluð lok Fundarstjóri Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri    Skráning:Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið skraning@ferdamalastofa.is fyrir kl. 14:00 þann 13. apríl nk.     Ferðamálastofa byggir umhverfisstefnu sína á sjálfbærri og ábyrgri ferðamennsku enda er náttúra Íslands sú auðlind sem ferðaþjónustan á Íslandi byggir á til framtíðar. Mikilvægt er að byggja upp innviði sem geta tekið á móti vaxandi fjölda ferðamanna, tryggt öryggi þeirra eftir bestu getu og boðið upp á nauðsynlega þjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að allar áætlanir og framkvæmdir á ferðamannastöðum séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum og unnar af varkárni og virðingu fyrir viðkvæmri náttúru Íslands, sögu landsins og menningu.
Lesa meira

Málstofa um umhverfisvæna ferðaþjónustu

Reykjavíkurborg stendur fyrir málstofu um umhverfisvæna ferðaþjónustu í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns, fimmtudaginn 7. apríl kl. 08:30-10:00. Dagskrá:8.30. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, opnar málstofuna og tekur stöðu fundarstjóra.8.35. Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður þróunarsviðs Ferðamálastofu kynnir Vakann, nýtt gæðakerfi í ferðaþjónustu. Í erindi sínu leggur hann sérstaka áherslu á umhverfisþátt gæðakerfisins.8.55 Kaffihlé9.10 Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir grænar áherslur í ferðamálastefnumReykjavíkurborgar. Ómengað umhverfi og nýting hreinnar orku eru mikilvægir lyklar að heilsuferðaþjónustu í stefnumótun Reykjavíkjavíkur 2011-2020.9. 30. Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri Farfuglaheimilana í Reykjavík kynnir helstu áskoranir þess að vera grænn og vænn í ferðaþjónustu en Farfuglaheimilið í Laugardal var eitt fyrsta fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu til að verða sér úti um umhverfisvottun – Svansmerkingu – árið 2004 og fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu á liðnu ári.9.50 Spurningar og umræður10.00. Málstofulok Allir velkomnir
Lesa meira

Erlendir ferðamenn í mars álíka margir og í fyrra

Í nýliðnum marsmánuði fóru 26.624 erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð samkvæmt talningum Ferðamálastofu en um er að ræða svipaðan fjölda erlendra ferðamanna og í sama mánuði árinu áður. Bretar og Bandaríkjamenn fjölmennastirAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í mars frá Bretlandi (21,5%) og Bandaríkjunum (13,9%). Í þriðja sæti komu Norðmenn (8,6%) og fast á eftir fylgdu Danir (8,3%), Þjóðverjar (8,0%), Svíar (7,6%), Frakkar (5,9%) og Hollendingar (4,5%). N-Ameríkönum fjölgar mest Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku (27,3%) og Mið- og S-Evrópu (14,7%). Norðurlandabúar standa í stað en fækkun er frá Bretlandi (-12,6%) og frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir ,,annað” (11,2%). Alls hafa tæplega 72 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 6.300 fleiri ferðamenn en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 9,6% milli ára. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá N-Ameríku (33,1%) og Mið- og S-Evrópu (20,2%). Norðurlandabúum hefur auk þess fjölgað nokkuð (7,2%), Bretar hafa nokkurn veginn staðið í stað (1,8%) og sama má segja um löndin sem flokkuð eru undir ,,annað” (-2,4%). Svipaður fjöldi Íslendinga á ferðinni í marsSvipaður fjöldi Íslendinga fór úr landi í marsmánuði í ár og í fyrra eða tæp 23 þúsund talsins. Frá áramótum hafa 65 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tímabili í fyrra höfðu um 59 þúsund Íslendingar farið utan. Aukningin nemur 9,5% milli ára.  Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum. BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ Mars eftir þjóðernum Janúar - mars eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 3.035 3.710 675 22,2   Bandaríkin 7.298 9.519 2.221 30,4 Bretland 6.544 5.719 -825 -12,6   Bretland 16.972 17.278 306 1,8 Danmörk 2.274 2.208 -66 -2,9   Danmörk 4.924 5.305 381 7,7 Finnland 530 339 -191 -36,0   Finnland 1.073 1.010 -63 -5,9 Frakkland 1.604 1.582 -22 -1,4   Frakkland 3.284 4.301 1.017 31,0 Holland 1.188 1.191 3 0,3   Holland 2.696 2.858 162 6,0 Ítalía 237 247 10 4,2   Ítalía 695 764 69 9,9 Japan 695 589 -106 -15,3   Japan 2.213 2.136 -77 -3,5 Kanada 260 485 225 86,5   Kanada 738 1.180 442 59,9 Kína 162 239 77 47,5   Kína 568 639 71 12,5 Noregur 2.494 2.289 -205 -8,2   Noregur 5.601 5.594 -7 -0,1 Pólland 658 421 -237 -36,0   Pólland 1.558 1.417 -141 -9,1 Rússland 55 94 39 70,9   Rússland 319 412 93 29,2 Spánn 284 410 126 44,4   Spánn 660 969 309 46,8 Sviss 157 170 13 8,3   Sviss 572 637 65 11,4 Svíþjóð 1.614 2.015 401 24,8   Svíþjóð 4.386 5.233 847 19,3 Þýskaland 1.530 2.133 603 39,4   Þýskaland 4.167 4.981 814 19,5 Annað 3.078 2.783 -295 -9,6   Annað 7.750 7.502 -248 -3,2 Samtals 26.399 26.624 225 0,9   Samtals 65.474 71.735 6.261 9,6                       Mars eftir markaðssvæðum Janúar - mars eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)       Fjöldi (%) Norðurlönd 6.912 6.851 -61 -0,9   Norðurlönd 15.984 17.142 1.158 7,2 Bretland 6.544 5.719 -825 -12,6   Bretland 16.972 17.278 306 1,8 Mið-/S-Evrópa 5.000 5.733 733 14,7   Mið-/S-Evrópa 12.074 14.510 2.436 20,2 N-Ameríka 3.295 4.195 900 27,3   N-Ameríka 8.036 10.699 2.663 33,1 Annað 4.648 4.126 -522 -11,2   Annað 12.408 12.106 -302 -2,4 Samtals 26.399 26.624 225 0,9   Samtals 65.474 71.735 6.261 9,6                       Ísland 22.413 22.641 228 1,0   Ísland 59.356 65.020 5.664 9,5
Lesa meira

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í mars

Hátt í 116 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í marsmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Frá áramótum, það er á fyrsta ársfjórðungi, fóru rúmlega 309 þúsund farþegar um völlinn sem er 12,45% aukning sé miðað við sama tímabil í fyrra. Farþegar á leið frá landinu voru 48.717 í mars síðastliðnum en á leið til landsins voru 50.652 farþegar. Áfram- og skiptifarþegum fjölgaði einnig á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér að neðan. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir marsmánuð en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni. Þá kemur betur í ljós hlutfall og þróun í umferð erlendra ferðamanna sem sækja landið heim.   Mars 11. YTD Mars 11. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 48.701 133.613 46.304 121.385 5,21% 10,07% Hingað: 50.652 128.701 48.018 116.808 5,49% 10,18% Áfram: 1.271 5.080 1.305 5.072 -2,61% 0,16% Skipti. 14.968 41.721 11.548 31.621 29,62% 31,96%   115.608 309.121 107.175 274.886 7,87% 12.45%
Lesa meira

Leiðbeiningarrit um uppbyggingu ferðamannastaða

Ferðamálastofa, Framkvæmdasýsla ríkisins og Hönnunarmiðstöð Íslands hafa tekið höndum saman um gerð leiðbeiningarrits um uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi. Leitast verður eftir að horfa til heildarmyndar og sérsto?ðu staða, svo unnt verði að draga fram þá upplifun sem þar er að finna. Í leiðbeiningarritinu verða skilgreindar raunhæfar leiðir og aðferðir við uppbyggingu ferðamannastaða. „Meginmarkmið verkefnisins er að bæta upplifun og umhverfisleg gæði ferðamannastaða á Íslandi með sjálfbæra þróun og menningarleg gildi að leiðarljósi. Áhersla er lögð á vistvæna hugmyndafræði, vandaðar greiningar og eflingu gæðavitundar ferðaþjónustuaðila, almennings og aðila sem að ákvörðunartöku koma,“ eins og segir orðrétt í samstarfssamningi milli þessara aðila. Verkefnið byggir að hluta á styrkumsókninni „Vandaðir ferðamannastaðir, sjálfbær ferðaþjónusta“ sem unnin var árið 2009 af Sigríði Magnúsdóttur arkitekt FAÍ, Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt FAÍ og Borghildi Sölvey Sturludóttur arkitekt FAÍ og nema í umhverfisstjórnun við HÍ, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands og Ferðaþjónustu bænda. Gert er ráð fyrir að ritið komi út nú í haust.
Lesa meira